Björgvin: Mæti tvíefldur til leiks Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2011 11:15 Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira