Björgvin: Mæti tvíefldur til leiks Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2011 11:15 Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira