Hið ískalda hagsmunamat 1. apríl 2011 06:00 Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Icesave Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun