Verðbólga skýrist af verðþróun erlendis 21. apríl 2011 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson Í máli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra kom fram að fundir sem stjórnvöld hefðu átt með matsfyrirtækjum um helgina hefðu verið gagnlegir, jafnvel þótt þau kynnu að lækka lánshæfi landsins. Komið hefði verið á framfæri upplýsingum sem ykju líkur á betra mati síðar.Fréttablaðið/Stefán Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira