Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. apríl 2011 03:30 Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar. Þegar ákvörðunin um 15 metra regluna var tekin í umhverfis- og samgönguráði litu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á að um væri að ræða hugmynd sem vert væri að skoða í borgarkerfinu. Okkur þótti það jákvæð þróun að leitað væri leiða til að tryggja að borgarbúar gætu ákveðið sjálfir hvernig þeir notuðu þjónustu borgarinnar. Út frá þeirri hugmyndafræði er hægt að rökstyðja að það sé sanngjarnt að þeir sem valdi auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka kostnað, eða greiða fyrir hann. Ef fara á í slíkar aðgerðir er hins vegar mikilvægt að gæta að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa. Framkvæmd 15 metra reglunnar hefur verið metnaðarfull að mörgu leyti en því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir atriði sem valda því að reglan er ekki eins sanngjörn og vonir stóðu til. Ekki er til dæmis sanngjarnt að íbúar í ólíkum stigagöngum sömu blokkar, eða í húsum raðhúsalengja sem eru fjærst lóðarmörkum, standi ekki jafnfætis nágrönnum sínum hvað varðar gjaldheimtu. Þá getur það heldur ekki talist sanngjarnt að íbúar við öskustíga eða í gömlum hverfum þurfi að hlíta reglunni þar sem þeir eiga oft ekki val um færa tunnurnar vegna gróins skipulags. Ef íbúar hafa ekki raunverulegt val um hvernig þeir kjósa að bregðast við 15 metra reglunni getur hún varla talist sanngjörn. Ef regla sem þessi á að standa undir tilgangi sínum verður hún að vera unnin í sátt við borgarbúa og því er mikilvægt að vafaatriði séu túlkuð þeim í hag. Gildistöku 15 metra reglunnar ætti því að fresta þar til búið er að tryggja að framkvæmd hennar sé sanngjörn. Einungis þá er réttlætanlegt að biðja Reykvíkinga um samstarf sem tryggir borgarbúum sanngjarnt val um hvernig þeir nota þjónustu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar. Þegar ákvörðunin um 15 metra regluna var tekin í umhverfis- og samgönguráði litu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á að um væri að ræða hugmynd sem vert væri að skoða í borgarkerfinu. Okkur þótti það jákvæð þróun að leitað væri leiða til að tryggja að borgarbúar gætu ákveðið sjálfir hvernig þeir notuðu þjónustu borgarinnar. Út frá þeirri hugmyndafræði er hægt að rökstyðja að það sé sanngjarnt að þeir sem valdi auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka kostnað, eða greiða fyrir hann. Ef fara á í slíkar aðgerðir er hins vegar mikilvægt að gæta að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa. Framkvæmd 15 metra reglunnar hefur verið metnaðarfull að mörgu leyti en því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir atriði sem valda því að reglan er ekki eins sanngjörn og vonir stóðu til. Ekki er til dæmis sanngjarnt að íbúar í ólíkum stigagöngum sömu blokkar, eða í húsum raðhúsalengja sem eru fjærst lóðarmörkum, standi ekki jafnfætis nágrönnum sínum hvað varðar gjaldheimtu. Þá getur það heldur ekki talist sanngjarnt að íbúar við öskustíga eða í gömlum hverfum þurfi að hlíta reglunni þar sem þeir eiga oft ekki val um færa tunnurnar vegna gróins skipulags. Ef íbúar hafa ekki raunverulegt val um hvernig þeir kjósa að bregðast við 15 metra reglunni getur hún varla talist sanngjörn. Ef regla sem þessi á að standa undir tilgangi sínum verður hún að vera unnin í sátt við borgarbúa og því er mikilvægt að vafaatriði séu túlkuð þeim í hag. Gildistöku 15 metra reglunnar ætti því að fresta þar til búið er að tryggja að framkvæmd hennar sé sanngjörn. Einungis þá er réttlætanlegt að biðja Reykvíkinga um samstarf sem tryggir borgarbúum sanngjarnt val um hvernig þeir nota þjónustu borgarinnar.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun