Segir enga þöggun um landnámskenningar 21. júní 2011 06:15 Gunnar karlsson Mynd / GVA Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fornminjar framar fornritum Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/GVA Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræðimenn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræðings, sem telur að með geislakolsmælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimildirnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræðingurinn Helgi Skúli Kjartansson hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveimur áföngum. Hafi þeim fyrri jafnvel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tímaritinu Nýrri sögu á vegum Sögufélags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi andmælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að fornleifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefðbundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skapandi og frjósama umræðu og segist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira