Ofbeldis- og slysalaus helgi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. júlí 2011 08:00 Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun