Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar 20. nóvember 2025 10:33 Aðild Íslands að ESB gæti þegar tímar líða haft margvísleg áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Athygli vekur að um þetta er hvergi fjallað í nýlegri skýrslu þingmannanefndar um öryggis- og varnarmál sem tekin var saman undir handleiðslu utanríkisráðuneytisins. Gæfa lýðveldisins frá stofnun var að eiga samleið um stærstu hagsmuni sína með ríkjunum beggja vegna Atlantsála. Það var sameiginleg ákvörðun aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins á sínum tíma að leita eftir því við Ísland og Bandaríkin að Bandaríkin tækju að sér varnir Íslands í þágu aðildarríkja í heild sinni. Styrkti það síðan böndin enn frekar þegar Ísland tók þátt í viðskiptasamstarfi Evrópuríkja, fyrst með aðild sinni að EFTA og síðar EES. Þar með var grunnur lagður að öryggi og efnahagslegri velferð þjóðarinnar sem hún býr að enn í dag. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 er að mörgu leyti einstakur. Mestu munar um að Bandaríkin samþykktu að gera ráðstafanir til varnar Íslandi þar sem Íslendingar gætu ekki sjálfir varið land sitt. Að þessu leyti gekk samningurinn lengra en þær gagnkvæmu ráðstafanir sem kveðið er á um í 5. gr. Atlantshafssáttmálanum, hafi aðili að honum orðið fyrir vopnaðri árás, en þrátt fyrir að sáttmálinn styrki varnir Íslands, fer því fjarri að með honum einum saman séu varnir landsins tryggðar. Tvíhliða samningar þeir sem Bandaríkin hafa gert um öryggis- og varnarmál við sextán önnur Evrópuríki eru af öðrum toga. Enginn þeirra skuldbindur Bandaríkin til að takast á hendur hefðbundnar varnir viðkomandi ríkis, en á hinn bóginn kveða þeir á um aðgang fyrir bandarískt herlið, gagnkvæma aðstoð, birgðavörslu, herliðsflutninga og hertæknilegt samstarf, svo fátt eitt sé nefnt. Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna hefur dugað Íslendingum mæta vel, jafnvel þótt þeir hafi við fyrri tækifæri þurft að aðlaga sig breytilegu hættumati Bandaríkjanna. Margt hefur þó breyst. Hin ríka samstaða sem einkenndi vestræn ríki í kalda stríðinu og lengi vel í kjölfarið sýnir merki þess að hún sé tekin að gliðna. Innan Bandaríkjanna er krafa gerð um að stjórnvöld beini kröftum sínum að viðfangsefnum heima fyrir og utan Evrópu, en að Evrópuríkin axli auknar byrðar af eigin vörnum. Meðal sjálfra Evrópuríkjanna er rætt um aukið sjálfræði í varnarmálum sem gera megi álfunni kleift að reiða sig í minna mæli á hernaðarlega burði Bandaríkjanna og hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt til að ESB stefni að því að verða varnarbandalag í framtíðinni. Þótt engin mótsögn sé í sjálfu sér því fólgin að Evrópuríkin leggi meira af mörkum til bandalagsins en fari í sama mund eigin leiðir, er litlum vafa undirorpið að það myndi marka skörp þáttaskil í varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu færi svo að Evrópuríkin leystu núverandi Evrópustoð í Atlantshafssamstarfinu af hólmi. Mörg ljón eru í veginum áður en áform af því tagi geta orðið að veruleika. Langvarandi kyrkingur í efnahagslífi ESB þrengir svigrúm aðildarríkjanna til að auka framlög til varnarmála án þess að gripið verði til niðurskurðar í velferðarmálum. Taka mun mörg ár að þróa hinn óburðuga hergagnaiðnað ríkjanna, auk þess sem mikið skortir á að kostnaðarsöm vopnakerfi stærri aðildarríkja séu tæknilega samrýmanleg. Af þessum og fleiri ástæðum er vandséð að ESB muni í fyrirsjáanlegri framtíð hafa burði til að bæta það upp, ákveði Bandaríkin að draga saman seglin eða jafnvel hverfa á brott með herlið sitt frá Evrópu. Mitt í þessu svarfi bendir hins vegar ekkert til þess að Bandaríkin hafi hug á að slíta varnarsamningi sínum við Ísland. Engu að síður væru mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Á það sérstaklega við um þær aðstæður sem skapast gætu með ákvörðun stjórnvalda um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB. Kysi þjóðin að ganga í ESB, yrði Ísland með tímanum skuldbundið til þátttöku í varnaráætlunum sambandsins, svo framarlega sem ekki yrði samið um sérstaka undanþágu. Stigi sambandið skrefið til fulls og tæki sér hlutverk varnarbandalags, er óhjákvæmilegt að sú spurning vakni að hve miklu leyti núverandi tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna samræmist aðild að sambandinu, einkum þar sem Bandaríkin yrðu þá skuldbundin til að gera ráðstafanir til varnar landi á verndarsvæði ESB. Ætti þá ekki að koma á óvart ef Bandaríkin, sem líklegt er að muni áfram vilja hafa fótfestu á Íslandi, óskuðu þess að samið yrði um tilhögun af sama tagi og þau hafa við nokkur önnur Evrópuríki, þ.á m. Norðurlöndin. Samstarfssamningur um varnarmál kæmi þá hugsanlega í stað sjálfs varnarsamningsins, en breyting af því tagi gæti hæglega framkallað kröfur um stóraukið framlag Íslands til eigin landvarna. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna - sem verður 75 ára á næsta ári - er hornsteinn þeirrar farsældar sem þjóðin hefur lengst af notið á lýðveldistímanum. Hyggist stjórnvöld marka þau tímamót, gætu þau vart gert betur en að reifa fyrir opnum tjöldum þau beinu og óbeinu áhrif sem aðild Íslands að ESB gæti haft í hinu tvíhliða varnarsamstarfi. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands hjá NATO og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Aðild Íslands að ESB gæti þegar tímar líða haft margvísleg áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Athygli vekur að um þetta er hvergi fjallað í nýlegri skýrslu þingmannanefndar um öryggis- og varnarmál sem tekin var saman undir handleiðslu utanríkisráðuneytisins. Gæfa lýðveldisins frá stofnun var að eiga samleið um stærstu hagsmuni sína með ríkjunum beggja vegna Atlantsála. Það var sameiginleg ákvörðun aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins á sínum tíma að leita eftir því við Ísland og Bandaríkin að Bandaríkin tækju að sér varnir Íslands í þágu aðildarríkja í heild sinni. Styrkti það síðan böndin enn frekar þegar Ísland tók þátt í viðskiptasamstarfi Evrópuríkja, fyrst með aðild sinni að EFTA og síðar EES. Þar með var grunnur lagður að öryggi og efnahagslegri velferð þjóðarinnar sem hún býr að enn í dag. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 er að mörgu leyti einstakur. Mestu munar um að Bandaríkin samþykktu að gera ráðstafanir til varnar Íslandi þar sem Íslendingar gætu ekki sjálfir varið land sitt. Að þessu leyti gekk samningurinn lengra en þær gagnkvæmu ráðstafanir sem kveðið er á um í 5. gr. Atlantshafssáttmálanum, hafi aðili að honum orðið fyrir vopnaðri árás, en þrátt fyrir að sáttmálinn styrki varnir Íslands, fer því fjarri að með honum einum saman séu varnir landsins tryggðar. Tvíhliða samningar þeir sem Bandaríkin hafa gert um öryggis- og varnarmál við sextán önnur Evrópuríki eru af öðrum toga. Enginn þeirra skuldbindur Bandaríkin til að takast á hendur hefðbundnar varnir viðkomandi ríkis, en á hinn bóginn kveða þeir á um aðgang fyrir bandarískt herlið, gagnkvæma aðstoð, birgðavörslu, herliðsflutninga og hertæknilegt samstarf, svo fátt eitt sé nefnt. Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna hefur dugað Íslendingum mæta vel, jafnvel þótt þeir hafi við fyrri tækifæri þurft að aðlaga sig breytilegu hættumati Bandaríkjanna. Margt hefur þó breyst. Hin ríka samstaða sem einkenndi vestræn ríki í kalda stríðinu og lengi vel í kjölfarið sýnir merki þess að hún sé tekin að gliðna. Innan Bandaríkjanna er krafa gerð um að stjórnvöld beini kröftum sínum að viðfangsefnum heima fyrir og utan Evrópu, en að Evrópuríkin axli auknar byrðar af eigin vörnum. Meðal sjálfra Evrópuríkjanna er rætt um aukið sjálfræði í varnarmálum sem gera megi álfunni kleift að reiða sig í minna mæli á hernaðarlega burði Bandaríkjanna og hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt til að ESB stefni að því að verða varnarbandalag í framtíðinni. Þótt engin mótsögn sé í sjálfu sér því fólgin að Evrópuríkin leggi meira af mörkum til bandalagsins en fari í sama mund eigin leiðir, er litlum vafa undirorpið að það myndi marka skörp þáttaskil í varnarsamstarfi Bandaríkjanna og Evrópu færi svo að Evrópuríkin leystu núverandi Evrópustoð í Atlantshafssamstarfinu af hólmi. Mörg ljón eru í veginum áður en áform af því tagi geta orðið að veruleika. Langvarandi kyrkingur í efnahagslífi ESB þrengir svigrúm aðildarríkjanna til að auka framlög til varnarmála án þess að gripið verði til niðurskurðar í velferðarmálum. Taka mun mörg ár að þróa hinn óburðuga hergagnaiðnað ríkjanna, auk þess sem mikið skortir á að kostnaðarsöm vopnakerfi stærri aðildarríkja séu tæknilega samrýmanleg. Af þessum og fleiri ástæðum er vandséð að ESB muni í fyrirsjáanlegri framtíð hafa burði til að bæta það upp, ákveði Bandaríkin að draga saman seglin eða jafnvel hverfa á brott með herlið sitt frá Evrópu. Mitt í þessu svarfi bendir hins vegar ekkert til þess að Bandaríkin hafi hug á að slíta varnarsamningi sínum við Ísland. Engu að síður væru mistök að láta eins og ekkert hafi í skorist. Á það sérstaklega við um þær aðstæður sem skapast gætu með ákvörðun stjórnvalda um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB. Kysi þjóðin að ganga í ESB, yrði Ísland með tímanum skuldbundið til þátttöku í varnaráætlunum sambandsins, svo framarlega sem ekki yrði samið um sérstaka undanþágu. Stigi sambandið skrefið til fulls og tæki sér hlutverk varnarbandalags, er óhjákvæmilegt að sú spurning vakni að hve miklu leyti núverandi tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna samræmist aðild að sambandinu, einkum þar sem Bandaríkin yrðu þá skuldbundin til að gera ráðstafanir til varnar landi á verndarsvæði ESB. Ætti þá ekki að koma á óvart ef Bandaríkin, sem líklegt er að muni áfram vilja hafa fótfestu á Íslandi, óskuðu þess að samið yrði um tilhögun af sama tagi og þau hafa við nokkur önnur Evrópuríki, þ.á m. Norðurlöndin. Samstarfssamningur um varnarmál kæmi þá hugsanlega í stað sjálfs varnarsamningsins, en breyting af því tagi gæti hæglega framkallað kröfur um stóraukið framlag Íslands til eigin landvarna. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna - sem verður 75 ára á næsta ári - er hornsteinn þeirrar farsældar sem þjóðin hefur lengst af notið á lýðveldistímanum. Hyggist stjórnvöld marka þau tímamót, gætu þau vart gert betur en að reifa fyrir opnum tjöldum þau beinu og óbeinu áhrif sem aðild Íslands að ESB gæti haft í hinu tvíhliða varnarsamstarfi. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands hjá NATO og ESB.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar