Sérstök deild rannsakar hryðjuverkin 4. ágúst 2011 07:45 Blómahafið og aðrir munir sem settir höfðu verið á torg fyrir framan dómkirkjuna í Ósló voru fjarlægðir í gær. Bréf og kort verða varðveitt. Mynd/AP Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem meðal annars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunnar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurningum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verknaðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lögreglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lögregluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverkanna. Nokkrir hafa verið jarðsettir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir háttsettir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem meðal annars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunnar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurningum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verknaðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lögreglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lögregluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverkanna. Nokkrir hafa verið jarðsettir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir háttsettir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira