Skynsemin 8. september 2011 06:00 Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er ekki gæluverkefni. Tuttugu og sjö ríki Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þegna þeirra sé best borgið innan ESB, í samvinnu sjálfstæðra þjóða. Nú erum við Íslendingar að kanna – eftir miklar þjóðfélagslegar hremmingar – hvort hugsanlega eigi það sama við um okkur. Spurningarnar eru margar: Getur verið að aðild efli íslenskar byggðir? Getur verið að samgöngur batni? Getur verið að vextir af lánum lækki? Er hugsanlegt að grundvöllur efnahagslífsins verði stöðugri? Verður auðveldara að reka fyrirtæki? Getur verið að bændur muni hafa það betra, eins og reynslan sýnir víða? Getur verið að fagmennska í stjórnsýslunni aukist? Getur verið að meiri agi komist á ríkisfjármálin? Eykst framleiðsla og útflutningur? Eykst fjölbreytni í atvinnulífinu? Batna lífskjör? Til þess að fá einhver svör við þessu þarf að klára samningaviðræður. Það þarf líka að klára þær þannig að við séum sátt við okkar vinnu og verðum sannfærð um að betri samningi verði ekki náð. Síðan þarf þjóðin að taka afstöðu. Nú er von að spurt sé: Getum við þetta? Fjölmargir reyna nú að leggja stein í götu viðræðnanna, af einhverjum ástæðum. Kannski er það óþol forræðishyggjunnar sem ræður för, kannski varðstaða um sérhagsmuni, kannski þjóðernishyggja, kannski ótti. Að mínu mati yrði það í öllu falli mikill ósigur fyrir íslenskt samfélag að geta ekki klárað þetta ferli með sóma, fordómalaust og án hræðslu. Eigendur hinna austurþýsku Trabant-bifreiða mynduðu eitt sinn félagsskap. Hann var líka kenndur við skynsemi. Framtíðarsýn þess hóps var líka óljós, enda öðrum þræði grín. Fólk átti að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Hinn nýi skynsemishópur virðist vera stofnaður á svipuðum grunni. Hér blasa við sömu tengsl skynsemi og ráðstjórnarríkja: Nú á að hafa vit fyrir fólki. Ekki skal kjósa um samning, ekki ræða við hinar þjóðirnar, ekki lesa, ekki skoða, ekki vega og meta. Og hver er svo framtíðarsýnin? Jú, hún er kannski þessi: Bara halda áfram að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er ekki gæluverkefni. Tuttugu og sjö ríki Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að hagsmunum þegna þeirra sé best borgið innan ESB, í samvinnu sjálfstæðra þjóða. Nú erum við Íslendingar að kanna – eftir miklar þjóðfélagslegar hremmingar – hvort hugsanlega eigi það sama við um okkur. Spurningarnar eru margar: Getur verið að aðild efli íslenskar byggðir? Getur verið að samgöngur batni? Getur verið að vextir af lánum lækki? Er hugsanlegt að grundvöllur efnahagslífsins verði stöðugri? Verður auðveldara að reka fyrirtæki? Getur verið að bændur muni hafa það betra, eins og reynslan sýnir víða? Getur verið að fagmennska í stjórnsýslunni aukist? Getur verið að meiri agi komist á ríkisfjármálin? Eykst framleiðsla og útflutningur? Eykst fjölbreytni í atvinnulífinu? Batna lífskjör? Til þess að fá einhver svör við þessu þarf að klára samningaviðræður. Það þarf líka að klára þær þannig að við séum sátt við okkar vinnu og verðum sannfærð um að betri samningi verði ekki náð. Síðan þarf þjóðin að taka afstöðu. Nú er von að spurt sé: Getum við þetta? Fjölmargir reyna nú að leggja stein í götu viðræðnanna, af einhverjum ástæðum. Kannski er það óþol forræðishyggjunnar sem ræður för, kannski varðstaða um sérhagsmuni, kannski þjóðernishyggja, kannski ótti. Að mínu mati yrði það í öllu falli mikill ósigur fyrir íslenskt samfélag að geta ekki klárað þetta ferli með sóma, fordómalaust og án hræðslu. Eigendur hinna austurþýsku Trabant-bifreiða mynduðu eitt sinn félagsskap. Hann var líka kenndur við skynsemi. Framtíðarsýn þess hóps var líka óljós, enda öðrum þræði grín. Fólk átti að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir. Hinn nýi skynsemishópur virðist vera stofnaður á svipuðum grunni. Hér blasa við sömu tengsl skynsemi og ráðstjórnarríkja: Nú á að hafa vit fyrir fólki. Ekki skal kjósa um samning, ekki ræða við hinar þjóðirnar, ekki lesa, ekki skoða, ekki vega og meta. Og hver er svo framtíðarsýnin? Jú, hún er kannski þessi: Bara halda áfram að keyra um á Trabant og ekki orð um það meir.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun