Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja 7. febrúar 2012 11:21 Skúlaskeið. Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður. Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota. Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags. Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður. Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota. Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags.
Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira