Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja 7. febrúar 2012 11:21 Skúlaskeið. Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður. Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota. Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags. Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann var meðal annars dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þá rauf hann skilorð eftir að hafa verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um hálfu ári áður. Maðurinn er 23 ára gamall og virðist hafa verið í mikill fíkniefnaneyslu í langan tíma. Neysluna fjármagnaði hann með innbrotum og þjófnaði. Þannig var hann meðal annars dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot í júní 2011 þar sem hann reyndist vera með tæp fimm grömm af fíkniefnum á sér auk fjölda þjófnaðarbrota og innbrota. Maðurinn var óstaðsettur í hús þegar hann var dæmdur fyrir líkamsárás. Þá réðst hann á annan mann í Gistiskýlinu í Þingholtstræti og sló hann hnefahöggi. Gistiskýlið er fyrir heimilislaust fólk og er rekið af Reykjavíkurborg. Maðurinn gaf sig sjálfur fram á lögreglustöðina í Hafnarfirði í gærmorgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í gær að maðurinn væri grunaður um að hafa orðið konunni, sem er á fertugsaldri, að bana með eggvopni. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í aðfaranótt mánudags.
Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira