Sprengjutilræðið í Osló sett á svið 24. apríl 2012 12:08 Úr myndbandi sem lögreglan í Osló setti saman. mynd/NRK Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í dag og verða þeir sem urðu vitni að sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló kallaðir í vitnastúku. Öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen, sem bar vitni í morgun fyrstur allra, lýsti því þegar hann sá Breivik á eftirlitsmyndum leggja hvítri sendibifreið. Tor var í þann mund að fá nærmynd af númeraplötu bílsins þegar sprengingin varð en hann vildi ganga úr skugga um hvort Breivik hefði leyfi til að leggja á svæðinu. Margar eftirlitsmyndavélar hættu að virka, Tor heyrði mikinn gný og fann hvernig byggingin skalf og nötraði. Þegar út var komið fannst Tor, sem er fyrrum hermaður, hann vera staddur á stríðssvæði. Öryggisvörðurinn talaði um samstarfsmann sinn sem var á meðal þeirra átta sem létust í sprengingunni og nefndi aðra sem eru öryrkjar í dag vegna andlegs ástands.Anders Behring Breivikmynd/APVerkfræðingurinn Svein Olav Christensen, sem kom í vitnastúku á eftir Tor lýsti sprengjunni ítarlega og sýndi viðstöddum mynd af tveggja metra víðri holu sem myndaðist í sprengingunni. Þá hefur lögreglumaðurinn Tor Langli einnig borið vitni en hann lýsti þeirri ringulreið sem ríkti í Osló eftir voðaverkin. Hann hafi í fyrstu fengið þær upplýsingar að tveir menn hefðu verið að verki og að viðbúið væri að tvær sprengjur til viðbótar ættu eftir að springa. Breivik sjálfur er viðstaddur réttarhöldin í dag en hann er sagður hlusta á vitnaleiðslurnar án þess að sýna vott af tilfinningum. Tæknimenn lögreglunnar í Osló hafa nú sett sprenginguna á svið og mynduðu með háhraða myndavélum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í dag og verða þeir sem urðu vitni að sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló kallaðir í vitnastúku. Öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen, sem bar vitni í morgun fyrstur allra, lýsti því þegar hann sá Breivik á eftirlitsmyndum leggja hvítri sendibifreið. Tor var í þann mund að fá nærmynd af númeraplötu bílsins þegar sprengingin varð en hann vildi ganga úr skugga um hvort Breivik hefði leyfi til að leggja á svæðinu. Margar eftirlitsmyndavélar hættu að virka, Tor heyrði mikinn gný og fann hvernig byggingin skalf og nötraði. Þegar út var komið fannst Tor, sem er fyrrum hermaður, hann vera staddur á stríðssvæði. Öryggisvörðurinn talaði um samstarfsmann sinn sem var á meðal þeirra átta sem létust í sprengingunni og nefndi aðra sem eru öryrkjar í dag vegna andlegs ástands.Anders Behring Breivikmynd/APVerkfræðingurinn Svein Olav Christensen, sem kom í vitnastúku á eftir Tor lýsti sprengjunni ítarlega og sýndi viðstöddum mynd af tveggja metra víðri holu sem myndaðist í sprengingunni. Þá hefur lögreglumaðurinn Tor Langli einnig borið vitni en hann lýsti þeirri ringulreið sem ríkti í Osló eftir voðaverkin. Hann hafi í fyrstu fengið þær upplýsingar að tveir menn hefðu verið að verki og að viðbúið væri að tvær sprengjur til viðbótar ættu eftir að springa. Breivik sjálfur er viðstaddur réttarhöldin í dag en hann er sagður hlusta á vitnaleiðslurnar án þess að sýna vott af tilfinningum. Tæknimenn lögreglunnar í Osló hafa nú sett sprenginguna á svið og mynduðu með háhraða myndavélum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira