Lokamálflutningur að hefjast í máli Breivik 21. júní 2012 10:32 Breivik hefur viðurkennt að hafa banað fólkinu mynd/afp Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans. Þau munu byggja mál sitt á geðrannsóknum sem voru framkvæmdar á hinum 33 ára gamla öfga hægri manni, en niðurstöður geðrannsókna hafa strítt í mótsögn við hvor aðra. Í formlegu kærunni, sem lögð var fram í mars, þar sem Breivik var ákærður fyrir hryðjuverk, kröfðust saksóknararnir tveir að hann yrði lagður á geðdeild en héldu þeim möguleika opnum að geta skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar um hans geðheilsu kæmu á yfirborðið. Á þeim tíma höfðu þau einungis upplýsingar um eina geðrannsókn sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma þar sem Breivik var greindur með geðklofa og þar með væri hann ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum. Niðurstaða þessarar geðrannsóknar olli miklu uppnámi í Noregi þar sem margir voru gáttaður á því að maðurinn sem hafði eytt árum í að skipuleggja tvíbura árásirnar á laun, yrði ekki haldinn ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Héraðsdómurinn í Osló fékk þá annað álit sem stóð í mótsögn við fyrri rannsókn, og var hann þar talinn heill á geði, sem staðfest var af fleiri sálfræðingum sem voru viðstaddir réttarhöldunum og fylgdust með framferði hans á meðan á þeim stóð. Allir þessir sérfræðingar voru sammála um það að Breivik þjáist ekki af geðveilu, heldur persónuleikaröskun, sem þýðir að hann er sakhæfur. Breivik hefur gefið yfirlýsingu þess efnis að hann vilji vera greindur heill á geði til þess að hans and-íslamska hugmyndafræði yrði ekki afskrifuð sem geðröskun en hann hefur sagt að þau örlög yrðu "verri en dauði". Ef talinn sakhæfur á hann yfir höfði sér möguleika á hámarks fangelsistíma í Noregi sem eru 21 ár. Það er refsing með möguleika á framlenginu ef hann verður enn talinn ógn við samfélagið að afplánunni lokinni. Ef hann verður talinn geðsjúkur gæti hann dvalið ævilangt á geðdeild. Til þess að geta sent hann í fangelsi verður dómari að telja hann heilan á geði "yfir skynsamlegan vafa" sem er lögfræði hugtak sem erfitt er að skilgreina. Lokaávarp ríkissaksóknara er því mikilvægur partur í því að leggja áherslu eða að eyða þeim efa. Þann 22. júlí, kom Breivik fyrir sprengju í bíl fyrir utan þingið í Osló þar sem átta manns létust, áður en hann silgdi til Útey, þar sem hann eyddi yfir klukkustund að skjóta á unglinga sem leiddi til dauða 69 þeirra. Fórnarlömbin voru þar í sumarbúðum sem skipulögð voru að samtökum ungmanna í Verkamannaflokknum. Breivik hefur borið vitni í réttinum þess efnis að gjörðir hans voru "illkvittnar en nauðsynlegar" til þess að sporna við innflutningi annara menningastrauma í landið og innrás múslima. Réttarhöldunum, sem hófust þann 16. apríl, lýkur á morgun með lokaávarpi verjanda Breivik. Búist er við að þau krefjist þess að hann verði sýknaður enda halda þau fram að hann sé saklaus, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt allar sínar gjörðir. Búist er við að rétturinn í Olsó muni kveða á í málinu annað hvort þann 20. júlí eða þann 24. ágúst nk. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans. Þau munu byggja mál sitt á geðrannsóknum sem voru framkvæmdar á hinum 33 ára gamla öfga hægri manni, en niðurstöður geðrannsókna hafa strítt í mótsögn við hvor aðra. Í formlegu kærunni, sem lögð var fram í mars, þar sem Breivik var ákærður fyrir hryðjuverk, kröfðust saksóknararnir tveir að hann yrði lagður á geðdeild en héldu þeim möguleika opnum að geta skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar um hans geðheilsu kæmu á yfirborðið. Á þeim tíma höfðu þau einungis upplýsingar um eina geðrannsókn sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma þar sem Breivik var greindur með geðklofa og þar með væri hann ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum. Niðurstaða þessarar geðrannsóknar olli miklu uppnámi í Noregi þar sem margir voru gáttaður á því að maðurinn sem hafði eytt árum í að skipuleggja tvíbura árásirnar á laun, yrði ekki haldinn ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Héraðsdómurinn í Osló fékk þá annað álit sem stóð í mótsögn við fyrri rannsókn, og var hann þar talinn heill á geði, sem staðfest var af fleiri sálfræðingum sem voru viðstaddir réttarhöldunum og fylgdust með framferði hans á meðan á þeim stóð. Allir þessir sérfræðingar voru sammála um það að Breivik þjáist ekki af geðveilu, heldur persónuleikaröskun, sem þýðir að hann er sakhæfur. Breivik hefur gefið yfirlýsingu þess efnis að hann vilji vera greindur heill á geði til þess að hans and-íslamska hugmyndafræði yrði ekki afskrifuð sem geðröskun en hann hefur sagt að þau örlög yrðu "verri en dauði". Ef talinn sakhæfur á hann yfir höfði sér möguleika á hámarks fangelsistíma í Noregi sem eru 21 ár. Það er refsing með möguleika á framlenginu ef hann verður enn talinn ógn við samfélagið að afplánunni lokinni. Ef hann verður talinn geðsjúkur gæti hann dvalið ævilangt á geðdeild. Til þess að geta sent hann í fangelsi verður dómari að telja hann heilan á geði "yfir skynsamlegan vafa" sem er lögfræði hugtak sem erfitt er að skilgreina. Lokaávarp ríkissaksóknara er því mikilvægur partur í því að leggja áherslu eða að eyða þeim efa. Þann 22. júlí, kom Breivik fyrir sprengju í bíl fyrir utan þingið í Osló þar sem átta manns létust, áður en hann silgdi til Útey, þar sem hann eyddi yfir klukkustund að skjóta á unglinga sem leiddi til dauða 69 þeirra. Fórnarlömbin voru þar í sumarbúðum sem skipulögð voru að samtökum ungmanna í Verkamannaflokknum. Breivik hefur borið vitni í réttinum þess efnis að gjörðir hans voru "illkvittnar en nauðsynlegar" til þess að sporna við innflutningi annara menningastrauma í landið og innrás múslima. Réttarhöldunum, sem hófust þann 16. apríl, lýkur á morgun með lokaávarpi verjanda Breivik. Búist er við að þau krefjist þess að hann verði sýknaður enda halda þau fram að hann sé saklaus, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt allar sínar gjörðir. Búist er við að rétturinn í Olsó muni kveða á í málinu annað hvort þann 20. júlí eða þann 24. ágúst nk.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira