Innlent

Í sextán ára fangelsi fyrir morð

VG og JHH skrifar
Hlífar Vatnar Stefánsson við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Hlífar Vatnar Stefánsson við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Hlífar Vatnar Stefánsson var dæmdur í sextán ára fangelsi í morgun fyrir morðið á Þóru Eyjalín Gísladóttur í Hafnarfirði fyrr á árinu. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað dóminn upp. Hlífar Vatnar var jafnframt dæmdur til að greiða aðstandendum hennar samtals fjórar milljónir í miskabætur.

Hlífar Vatnar játaði morðið fyrir dómi. Hann greindi frá því að þau Þóra hefðu neytt mikils magns af fíkniefnum og rítalíns áður en hún lést. Við aðalmeðferðina greindi Hlífar Vatnar jafnframt frá því að þann 1. febrúar lokuðu þau sig af í litlu herbergi á heimili föður Hlífars, að Skúlaskeiði í Hafnarfirði. Hlífar telur að hann hafi orðið Þóru að bana föstudaginn 3. febrúar en það var ekki fyrr en á mánudeginum 5. febrúar sem hann gaf sig fram við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×