Gagnrýnir danska dómstóla Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 28. september 2012 19:30 Móðir sem stendur í forræðisdeilu í Danmörku segir danska dómstóla mjög oft dæma útlendingum í óhag en danskur barnsfaðir hennar fékk í dag fullt forræði yfir þremur dætrum þeirra. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hefur átt í umgengis- og forræðisdeilu við danskan föður þriggja dætra þeirra um nokkurt skeið en deila þeirra hefur vakið mikla athygli hér á landi. Í sumar flutti Hjördís dætur sínar, sem eru á aldrinum fimm til átta ára, í leyfisleysi til Íslands og sögðum við þá frá því í fréttum að lögregla og sérsveit tóku þær af henni með lögregluvaldi og sendu aftur til Danmerkur. Í kjölfarið var höfðað forræðismál þar sem báðir foreldrar gerðu kröfu um fullt forræði en héraðsdómur í Danmörku úrskurðaði í dag að faðirinn fengi fullt forræði. Hjördís segir dóminn hafa verið mikið áfall og að útlendingar í forræðisdeilu í Danmörku séu í mjög veikri stöðu. „Ég hef verið að kynna mér það og það er mikið í fjölmiðlum núna að það sé varla hægt að berjast við Dani í Danmörku um forræði á börnum, því miður," segir Hjördís. Hún ætlar að áfrýja dómnum til hærra dómstigs en á meðan deilir hún sameiginlegu forræði með föðurnum en hún hefur mjög takmarkað fengið að hitta dætur sínar. „Ég er búin að fara á hverjum einasta degi í skólann og leikskólann til þeirra og hitti þær í 20-30 mínútur á hverjum degi og það er rosalega erfitt og í fyrsta skipti sem ég hitti þær þá brotnuðu þær algjörlega saman og grétu allar." Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir „Sleggjan sem var sveiflað var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Móðir sem stendur í forræðisdeilu í Danmörku segir danska dómstóla mjög oft dæma útlendingum í óhag en danskur barnsfaðir hennar fékk í dag fullt forræði yfir þremur dætrum þeirra. Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hefur átt í umgengis- og forræðisdeilu við danskan föður þriggja dætra þeirra um nokkurt skeið en deila þeirra hefur vakið mikla athygli hér á landi. Í sumar flutti Hjördís dætur sínar, sem eru á aldrinum fimm til átta ára, í leyfisleysi til Íslands og sögðum við þá frá því í fréttum að lögregla og sérsveit tóku þær af henni með lögregluvaldi og sendu aftur til Danmerkur. Í kjölfarið var höfðað forræðismál þar sem báðir foreldrar gerðu kröfu um fullt forræði en héraðsdómur í Danmörku úrskurðaði í dag að faðirinn fengi fullt forræði. Hjördís segir dóminn hafa verið mikið áfall og að útlendingar í forræðisdeilu í Danmörku séu í mjög veikri stöðu. „Ég hef verið að kynna mér það og það er mikið í fjölmiðlum núna að það sé varla hægt að berjast við Dani í Danmörku um forræði á börnum, því miður," segir Hjördís. Hún ætlar að áfrýja dómnum til hærra dómstigs en á meðan deilir hún sameiginlegu forræði með föðurnum en hún hefur mjög takmarkað fengið að hitta dætur sínar. „Ég er búin að fara á hverjum einasta degi í skólann og leikskólann til þeirra og hitti þær í 20-30 mínútur á hverjum degi og það er rosalega erfitt og í fyrsta skipti sem ég hitti þær þá brotnuðu þær algjörlega saman og grétu allar."
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir „Sleggjan sem var sveiflað var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira