Innlent

Tökum á Game of Thrones lýkur um næstu helgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá upptökum á þáttaröð 2.
Frá upptökum á þáttaröð 2. Mynd/ Vilhelm.
Tökur á þriðju þáttaröðinni af Game of Thrones standa nú sem hæst. Tökurnar fara fram við Mývatn, eins og fram hefur komið. Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem þjónustar tökuliðið hér á landi, segir að tökurnar gangi vel. „Það gengur mjög vel. Mikill snjór, eins og það á að vera," segir Snorri.

Hann segir að um 270 manns vinni við tökurnar en til stendur að ljúka þeim annaðhvort 24. eða 25. nóvember. Eins og fram hefur komið var önnur þáttaröð Game of Thrones líka tekin upp á Íslandi. Ísland í dag sagði ítarlega frá þeim upptökum og þú getur horft á þá umfjöllun hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×