Rúv heillum horfið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. janúar 2012 06:00 Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir. Þrjú ár eru síðan formaður slitastjórnar Glitnis tók við því starfi. Ári síðar var farið með miklu offorsi með stefnur á hendur stjórnendum og eigendum bankans með miklum tilkostnaði og beinum útsendingum án þess að nokkuð hefðist uppúr því. Nú virðist sama upp á teningnum. Nú á að ná inn milljörðum og að sögn liggja fyrir sannanir um ábyrgð þeirra sem í hlut eiga. Stefnan er lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða. Hvað með hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins, hugsanleg tengsl veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna, sanngirni, óhlutdrægni, mismunun og þá þumalputtareglu að leyfa fólki að njóta vafans? Kannski að það hafi allt horfið með ohf-inu. Sem fyrrverandi starfsmanni fréttastofu ríkisútvarpsins sárnar mér. Mér þykir leitt að svo slæleg vinnubrögð séu viðhöfð á þessum góða vinnustað. Enginn á skilið „fréttaafgreiðslu“ af þessum toga. Af hverju er engra spurninga spurt? Dómarinn sá ekki sannanirnar í New York-málinu. Standast fullyrðingar um sannanir eitthvað frekar núna? Var það einfeldningsháttur af hálfu slitastjórnarinnar að láta leiða sig til New York? Af hverju fer málið fyrst til fjölmiðla áður en viðkomandi eru birtar stefnurnar? Spila himinháar greiðslur til sérstakrar lögmannsstofu slitastjórnarinnar eitthvað inní þetta? Má ekki slitastjórnarlögmannsstofan Holm & Partners við tekjutapinu? Eða ferðalögin, sem fylgja starfinu? Er það þess vegna sem þetta dregst á langinn? Af hverju er ekki málum slitastjórnarinnar vísað til ótengdra þriðju aðila í auknum mæli, líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur? Er það vegna þess að vinnubrögðin þola ekki skoðun óvilhallra manna? Í siðuðu viðskiptaumhverfi væri það ekki liðið, að slitastjórn í fjármálafyrirtæki færði fjármuni úr vösum kröfuhafa og yfir í sérstaklega uppsetta lögmannsstofu í eigu sjálfra forsvarsmanna slitastjórnarinnar. Hver er annars tryggingin í því? Ætlar Steinunn Guðbjartsdóttir í mál við eigin lögmannsstofu ef lögmenn stofunnar baka kröfuhöfum Glitnis tjón? Harla ólíklegt. Væru ekki öll venjuleg fyrirtæki búin að setja spurningamerki við svona vinnubrögð? Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar. Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi. Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir. Þrjú ár eru síðan formaður slitastjórnar Glitnis tók við því starfi. Ári síðar var farið með miklu offorsi með stefnur á hendur stjórnendum og eigendum bankans með miklum tilkostnaði og beinum útsendingum án þess að nokkuð hefðist uppúr því. Nú virðist sama upp á teningnum. Nú á að ná inn milljörðum og að sögn liggja fyrir sannanir um ábyrgð þeirra sem í hlut eiga. Stefnan er lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða. Hvað með hlutleysisreglur Ríkisútvarpsins, hugsanleg tengsl veittra upplýsinga og hagsmuna heimildarmanna, sanngirni, óhlutdrægni, mismunun og þá þumalputtareglu að leyfa fólki að njóta vafans? Kannski að það hafi allt horfið með ohf-inu. Sem fyrrverandi starfsmanni fréttastofu ríkisútvarpsins sárnar mér. Mér þykir leitt að svo slæleg vinnubrögð séu viðhöfð á þessum góða vinnustað. Enginn á skilið „fréttaafgreiðslu“ af þessum toga. Af hverju er engra spurninga spurt? Dómarinn sá ekki sannanirnar í New York-málinu. Standast fullyrðingar um sannanir eitthvað frekar núna? Var það einfeldningsháttur af hálfu slitastjórnarinnar að láta leiða sig til New York? Af hverju fer málið fyrst til fjölmiðla áður en viðkomandi eru birtar stefnurnar? Spila himinháar greiðslur til sérstakrar lögmannsstofu slitastjórnarinnar eitthvað inní þetta? Má ekki slitastjórnarlögmannsstofan Holm & Partners við tekjutapinu? Eða ferðalögin, sem fylgja starfinu? Er það þess vegna sem þetta dregst á langinn? Af hverju er ekki málum slitastjórnarinnar vísað til ótengdra þriðju aðila í auknum mæli, líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkur? Er það vegna þess að vinnubrögðin þola ekki skoðun óvilhallra manna? Í siðuðu viðskiptaumhverfi væri það ekki liðið, að slitastjórn í fjármálafyrirtæki færði fjármuni úr vösum kröfuhafa og yfir í sérstaklega uppsetta lögmannsstofu í eigu sjálfra forsvarsmanna slitastjórnarinnar. Hver er annars tryggingin í því? Ætlar Steinunn Guðbjartsdóttir í mál við eigin lögmannsstofu ef lögmenn stofunnar baka kröfuhöfum Glitnis tjón? Harla ólíklegt. Væru ekki öll venjuleg fyrirtæki búin að setja spurningamerki við svona vinnubrögð? Á mínum Rúv-árum iðaði fólk í skinninu af metnaði til að varpa ljósi á stöðu mála í samfélaginu. Við trúðum því að það væri okkar hlutverk að veita valdsmönnum og öðrum ráðamönnum landsins málefnalegt aðhald. Við töldum það skyldu okkar að ýta undir uppbyggilega rökræðu í landinu. Drottningarviðtöl voru ekki komin til sögunnar. Undirgefni sumra fjölmiðla við skila- og slitastjórnarmenn bankanna er með ólíkindum. Þeir einfaldlega neita að mæta í viðtöl og umræðuþætti, þegar spurningarnar brenna. Það er tími smjörklípunnar. Skjótast svo í drottningarviðtöl þegar þeim sjálfum passar og skjóta ódýrum skotum á fólk sem hvorki fær tækifæri né er í stöðu til að verja sig á sama vettvangi. Þannig hefur náðst ótrúlegt taumhald á umræðunni á Íslandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun