Við sníðum norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni 31. janúar 2012 10:00 Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar. Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel. En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum. Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði. Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu. Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna. Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014. Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar. Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra Harald Børsting, formaður LO í Danmörku Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra Roar Flåthen, formaður LO í Noregi, Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar. Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel. En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum. Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði. Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu. Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna. Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014. Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar. Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra Harald Børsting, formaður LO í Danmörku Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra Roar Flåthen, formaður LO í Noregi, Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun