Óreglumaður í haldi grunaður um morð 7. febrúar 2012 06:15 Konan fannst látin í þessu húsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Lögregla hafði lokið vinnu á vettvangi seinni partinn í gær .Fréttablaðið/anton Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ráðið vinkonu sinni bana með hníf í fyrrinótt. Maðurinn kom á lögreglustöðina að Flatahrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í gær, í afar annarlegu ástandi og nokkru uppnámi. Hann átti bágt með að gera sig skiljanlegan en lögreglumönnum tókst þó að greina að eitthvað hefði gerst og sáu ástæðu til að fara í kjölfarið heim til hans að Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega þrítug kona með áverka eftir eggvopn og reyndist hún látin. Maðurinn var tekinn höndum en ástand hans var slíkt að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann strax. Ljóst þykir að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum. Lögregla varðist allra frétta af málinu í gær umfram það sem fram kom í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var aðkoman á vettvangi ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar fannst hnífur sem talinn er hafa verið notaður til verksins. Hann hefur verið sendur í lífsýnarannsókn. Enginn er skráður til heimilis í húsinu, sem hefur verið í eigu Arion banka síðan í nóvember. Sá sem nú er í haldi er sonur fyrri eigenda. Konan og ætlaður banamaður hennar höfðu þekkst lengi og voru bæði vel þekkt hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna óreglu. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin, þó einkum vegna minni háttar afbrota. Hann hlaut í fyrra skilorðsbundinn dóm fyrir ýmis brot. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ráðið vinkonu sinni bana með hníf í fyrrinótt. Maðurinn kom á lögreglustöðina að Flatahrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í gær, í afar annarlegu ástandi og nokkru uppnámi. Hann átti bágt með að gera sig skiljanlegan en lögreglumönnum tókst þó að greina að eitthvað hefði gerst og sáu ástæðu til að fara í kjölfarið heim til hans að Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega þrítug kona með áverka eftir eggvopn og reyndist hún látin. Maðurinn var tekinn höndum en ástand hans var slíkt að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann strax. Ljóst þykir að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum. Lögregla varðist allra frétta af málinu í gær umfram það sem fram kom í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var aðkoman á vettvangi ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar fannst hnífur sem talinn er hafa verið notaður til verksins. Hann hefur verið sendur í lífsýnarannsókn. Enginn er skráður til heimilis í húsinu, sem hefur verið í eigu Arion banka síðan í nóvember. Sá sem nú er í haldi er sonur fyrri eigenda. Konan og ætlaður banamaður hennar höfðu þekkst lengi og voru bæði vel þekkt hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna óreglu. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin, þó einkum vegna minni háttar afbrota. Hann hlaut í fyrra skilorðsbundinn dóm fyrir ýmis brot. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira