Ungt fólk í fókus hjá Samfylkingunni Jóhanna Sigurðardóttir, Dagur B. Eggertsson og Guðrún Jóna Jónsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson skrifa 10. mars 2012 12:15 Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð. Það hefur verið sýn ungs Samfylkingarfólks og flokksins í heild að til að ungt fólk öðlist trú á framtíðinni þurfum við að skapa samfélag sem býður því fjölbreytt tækifæri til menntunar og þroska, spennandi atvinnutækifæri og almennt góð lífskjör. Það á að vera spennandi að búa á Íslandi – en lífskjörin verða einnig að vera sambærileg við nágrannaríkin þannig að ungt fólk sjái fram á að geta séð sér farborða, eignast heimili og fjölskyldu og tekið virkan þátt í samfélaginu. Samfylkingin leggur áherslu á að samfélagið fjárfesti í ungu fólki og allir hafi aðgang að menntun í hæsta gæðaflokki. Samfylkingin vinnur jafnframt að tillögum til að tryggja betur hagfellt umhverfi fyrir barnafólk. Samfylkingin vill vinna að því að atvinnutækifæri verði næg og spennandi til að svara kröfum nýrrar kynslóðar og jafnframt þurfi húsnæðismarkaðurinn að vera fjölbreytilegri og bjóða upp á öruggar lausnir og leigumarkað fyrir þá sem vilja leigja. Aðgerðaáætluninni er ætlað að varða leiðina að þessum markmiðum. Það er von okkar að sem flest ungt fólk þekkist boðið og sláist í hóp jafnaðarmanna af öllu landinu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, laugardag, og taki þátt í að finna bestu leiðirnar fyrir Ísland og leggja grunn að framtíðinni með okkur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun