Stuðningsgrein: Bréf til kjörmanna Þjóðkirkjunnar frá stuðningsmönnum séra Arnar Bárðar Jónssonar til kjörs biskups Íslands Séra Örn Bárður Jónsson skrifar 16. mars 2012 06:00 Fyrir höndum er kjör biskups Íslands. Í fyrsta skipti eru leikmenn meirihluti kjörmanna. Það ber vitni um endurnýjun kirkjunnar og ný viðhorf. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, gefur kost á sér til biskups. Í bréfi sínu til kjörmanna gerði hann grein fyrir sýn sinni á þjóðkirkjunni og embætti biskups. Sagði hann hlutverk biskups að vaka yfir kirkjunni sem fremstur meðal jafningja. Biskup ætti að þjóna, vera kennimaður kennimanna sem boða söfnuðum og þjóðinni allri kristna von og kristna trú, nálægur almenningi og meðal fólksins — andlegur leiðtogi sem jafnframt sinnir veraldlegum verkefnum. Í bréfi sínu til kjörmanna segist séra Örn Bárður eiga sér draum, draum um kirkju sem lætur sig varða börn og unglinga, unga foreldra, hjón og sambúðarfólk, aldraða, sjúka, fatlaða og alla sem standa höllum fæti í lífinu, kirkju sem lætur sig varða þjóðfélagsmál, hann ætti sér draum um frjálsa kirkju sem sættir menn, kirkju sem ávallt er í endurnýjun og nýtir færar leiðir til að koma fagnaðarerindinu og friðarboðskap Krists til skila. Séra Örn Bárður hefur ítrekað sýnt að hann hefur kjark til að mæla gegn misbeitingu valds, bæði innan kirkju og utan. Undirritaðir leikmenn og prestar í þjóðkirkjunni vilja hér með mæla með kjöri séra Arnar Bárðar Jónssonar til biskups. Í bréfi sínu til kjörmanna gerði hann grein fyrir sýn sinni á þjóðkirkjunni og embætti biskups. Sagði hann hlutverk biskups að vaka yfir kirkjunni sem fremstur meðal jafningja. Biskup ætti að þjóna, vera kennimaður kennimanna sem boða söfnuðum og þjóðinni allri kristna von og kristna trú, nálægur almenningi og meðal fólksins — andlegur leiðtogi sem jafnframt sinnir veraldlegum verkefnum. Trúverðugleiki séra Arnar Bárðar Jónssonar í augum okkar er óumdeildur. Á dögum græðgi og valdhroka tók hann sér stöðu með sannleika, hógværð og réttlæti í prédikunum sínum og skrifum. Langt og farsælt starf hans í kirkjunni gerir séra Örn Bárð kjörinn til að gegna embætti biskups sem í senn þjónar Guði og leiðir íslensku þjóðkirkjuna til móts við framtíð í endurreistu landi. Einar Benediktsson fv. sendiherra Guðmunda Kristjánsdóttir formaður sóknarnefndar í Grindavík Kogga, Kolbrún Björgólfsdóttir keramiker Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Norðlingaskóla Svanur Kristjánsson prófessor við HÍ Erla Guðmundsdóttir prestur í Keflavík Helgi Ágústsson fv. sendiherra Kristinn Ólason dr. theol. kennari við HÍ Oddrún Kristjánsdóttir umhverfisfræðingur Sigfús Kristjánsson prestur Hjallakirkju Tryggvi Gíslason fv. skólameistari MA Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur Gísli Tryggvason talsmaður neytenda Katrín Pálsdóttir háskólakennari, fv. fréttamaður Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður Óli Þ. Guðbjartsson fv. skólastjóri og ráðherra Stefán Einar Stefánsson formaður VR Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Laugum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir höndum er kjör biskups Íslands. Í fyrsta skipti eru leikmenn meirihluti kjörmanna. Það ber vitni um endurnýjun kirkjunnar og ný viðhorf. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, gefur kost á sér til biskups. Í bréfi sínu til kjörmanna gerði hann grein fyrir sýn sinni á þjóðkirkjunni og embætti biskups. Sagði hann hlutverk biskups að vaka yfir kirkjunni sem fremstur meðal jafningja. Biskup ætti að þjóna, vera kennimaður kennimanna sem boða söfnuðum og þjóðinni allri kristna von og kristna trú, nálægur almenningi og meðal fólksins — andlegur leiðtogi sem jafnframt sinnir veraldlegum verkefnum. Í bréfi sínu til kjörmanna segist séra Örn Bárður eiga sér draum, draum um kirkju sem lætur sig varða börn og unglinga, unga foreldra, hjón og sambúðarfólk, aldraða, sjúka, fatlaða og alla sem standa höllum fæti í lífinu, kirkju sem lætur sig varða þjóðfélagsmál, hann ætti sér draum um frjálsa kirkju sem sættir menn, kirkju sem ávallt er í endurnýjun og nýtir færar leiðir til að koma fagnaðarerindinu og friðarboðskap Krists til skila. Séra Örn Bárður hefur ítrekað sýnt að hann hefur kjark til að mæla gegn misbeitingu valds, bæði innan kirkju og utan. Undirritaðir leikmenn og prestar í þjóðkirkjunni vilja hér með mæla með kjöri séra Arnar Bárðar Jónssonar til biskups. Í bréfi sínu til kjörmanna gerði hann grein fyrir sýn sinni á þjóðkirkjunni og embætti biskups. Sagði hann hlutverk biskups að vaka yfir kirkjunni sem fremstur meðal jafningja. Biskup ætti að þjóna, vera kennimaður kennimanna sem boða söfnuðum og þjóðinni allri kristna von og kristna trú, nálægur almenningi og meðal fólksins — andlegur leiðtogi sem jafnframt sinnir veraldlegum verkefnum. Trúverðugleiki séra Arnar Bárðar Jónssonar í augum okkar er óumdeildur. Á dögum græðgi og valdhroka tók hann sér stöðu með sannleika, hógværð og réttlæti í prédikunum sínum og skrifum. Langt og farsælt starf hans í kirkjunni gerir séra Örn Bárð kjörinn til að gegna embætti biskups sem í senn þjónar Guði og leiðir íslensku þjóðkirkjuna til móts við framtíð í endurreistu landi. Einar Benediktsson fv. sendiherra Guðmunda Kristjánsdóttir formaður sóknarnefndar í Grindavík Kogga, Kolbrún Björgólfsdóttir keramiker Magnús Erlingsson sóknarprestur á Ísafirði Sif Vígþórsdóttir skólastjóri Norðlingaskóla Svanur Kristjánsson prófessor við HÍ Erla Guðmundsdóttir prestur í Keflavík Helgi Ágústsson fv. sendiherra Kristinn Ólason dr. theol. kennari við HÍ Oddrún Kristjánsdóttir umhverfisfræðingur Sigfús Kristjánsson prestur Hjallakirkju Tryggvi Gíslason fv. skólameistari MA Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur Gísli Tryggvason talsmaður neytenda Katrín Pálsdóttir háskólakennari, fv. fréttamaður Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður Óli Þ. Guðbjartsson fv. skólastjóri og ráðherra Stefán Einar Stefánsson formaður VR Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Laugum
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar