Úr greipum nördanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. apríl 2012 17:00 Mennirnir á bak við Game of Thrones, handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og Dan Weiss ásamt höfundi bókanna George R.R. Martin, til hægri. Nordicphoto/Getty Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones óttuðust að sverð-sveiflandi lávarðar og eldspúandi drekar myndu aðeins höfða til lítils hóps fantasíu-nörda. Raunin varð önnur. Undir rauðrósóttum rúmgafli tók Sif Sigmarsdóttir tali tvíeykið á bak við þættina og fór vel á með þeim er þau ræddu um væntingarnar og velgengnina. En skyndilega skipaðist veður í lofti. Bankið á hurðina er veikt. Dágóð stund líður áður en tekið er í húninn og krúnurökuðu höfði stungið hikandi inn um gættina á litlu hótelherbergi Soho Hótelsins í Lundúnum. Andlitið er mjóslegið og á nefinu hvíla silfruð spangargleraugu. Búkurinn sem fylgir höfðinu inn um dyrnar fullkomnar staðalímyndina sem flestir hafa af ungum karlmönnum sem hafa gaman af fantasíum; mjósleginn, klæddur sniðlitlum gallabuxum og stuttermabol með mynd af pixluðum tölvuleikjafígúrum að slást. Dan Weiss er annar tveggja framleiðenda og handritshöfunda fantasíuþáttanna Game of Thrones sem byggðir eru á bókum rithöfundarins George R. R. Martin. Ekki hefðbundin fantasíaKit Harrington við tökur þáttanna á Íslandi.Þættirnir, sem gerast í skálduðum miðaldaheimi þar sem sjö fjölskyldur heyja blóðuga baráttu um völd og járnhásæti, eru í aðra röndina hefðbundin fantasía. Um moldugar götur innan borgarveggja arka brúnaþungir, hárfagrir karlmenn sveipaðir efnismiklum skikkjum og úfnum gærum sem líkjast helst afturgöngum úr búningasafni Hrafns Gunnlaugssonar. Um grænar gresjur ríða hestum vöðvastælt tröllmenni með augnfarða í fylgd fáklæddra kvenna með hár niður á mjaðmir. En varast skal að láta loðið yfirborðið, eldspúandi drekana og yfirnáttúrulegar óvættirnar blekkja. Game of Thrones er langt frá því að vera venjuleg fantasía. Á hæla Weiss inn í herbergið fylgir hinn helmingur tvíeykisins bak við verðlaunaþættina. Ef Dan Weiss er holdgervingur þeirra gilda sem virðast á yfirborðinu liggja til grundvallar Game of Thrones er David Benioff lifandi líkneski alls þess sem flestir töldu ómögulegt að fantasíu-sjónvarpsþáttur gæti nokkru sinni verið uns Game of Thrones tók að birtast á skjáum um heim allan: Fágaður, svalur og fjöldanum að skapi. Klæddur óaðfinnanlega pressaðri bláköflóttri skyrtu undir aðsniðnum bleiserjakka geislar af honum áreynslulaus Hollywood-„glamúr". Og gljáinn er ekta. Til margra ára hefur Benioff starfað farsællega sem handritshöfundur í borg englanna. Eftir hann liggja myndir á borð við Troy og The 25th Hour. Og til að fullkomna pakkann: Benioff er kvæntur Hollywood leikkonunni Amöndu Peet sem margir þekkja úr kvikmyndinni The Whole Nine Yards. Þar sem við sitjum undir rauðrósóttum rúmgafli sem áfastur er veggnum – rúmið hefur verið fjarlægt og í þess stað er komið dúkalagt borð – gera samstarfsmennirnir og vinirnir til fjölda ára tilraun til að greina hvernig Game of Thrones tókst hið ómögulega; að endurheimta fantasíu-greinina úr greipum nördanna og fanga áhuga hins almenna manns. Höfða til breiðs hópsWeiss segir það eðli sögunnar sem veldur því til hve breiðs hóps þættirnir ná. Þungamiðja hennar sé ekki drekarnir eða seiðkonurnar – í henni sé mun minni áhersla lögð á galdra og hið yfirnáttúrulega en venjan er í fantasíum – heldur alvöru fólk sem tekst á við alvöru vandamál. „Sögusvið þáttanna er vissulega fantasíuheimur," segir hann og liggur lágt rómur. „En þegar alls er gætt fjalla þættirnir einfaldlega um venjulegt fólk með venjulega drauma, vonir og þrár. Baráttan um völd er eins alls staðar; ást sem fólk ber til fjölskyldu sinnar er eins alls staðar; og átökin milli þessara tveggja þátta – hvernig þeir orka hvor á annan – er eins alls staðar. Von okkar er að Game of Thrones séu fantasíu-þættir eins og Sópranó-fjölskyldan er mafíósa-þættir; helgaðir ákveðinni kvikmyndagrein og tilheyra sem slíkir ákveðnum flokki en taka jafnframt á almennum mannlegum málefnum sem varða okkur öll." Er þeir Weiss og Benioff hófu fyrst vinnu við þættina lifðu þeir í stöðugum ótta við að sverð-sveiflandi lávarðar og kjaftforir dvergar myndu í besta falli trekkja að dyggan en óhjákvæmilega lítinn hóp fantasíu-aðdáenda. Raunin varð önnur útskýrir hinn prúðbúni Benioff og leggur svo fagmannlega snyrtar hendur á borðið að ólíklegt verður að teljast að þær hafi gert mikið af því að fletta blaðsíðum lítt þekktra fantasíuskáldsagna eða fitla við tölvuleikjafjarstýringar. „Ein algengustu og ánægjulegustu viðbrögðin sem við fengum við fyrstu seríunni voru: „Ég er ekki hrifinn af fantasíum og þegar ég heyrði fyrst um þáttinn – að í honum væru drekar og slíkt – vissi ég að ég hefði ekki áhuga. En svo horfði ég á einn þátt, féll samstundis fyrir karakterunum og nú er ég húkkaður." Það var mesta hrós sem við gátum fengið." 13 Emmy-tilnefningarFyrsti þáttur nýju þáttaraðarinnar fer í loftið mánudaginn 2. apríl á Stöð 2.Rétt eins og formúlukenndur Hollywood-„glamúr" Benioff er ekta eru vinsældir þáttanna ekta. Þeir teljast nú fimmtu vinsælustu þættir í sögu kapalstöðvarinnar HBO sem framleiðir þá og fylgja þeir fast á hæla Sex and the City. Þættirnir hlutu 13 tilnefningar til Emmy verðlaunanna og tvær til Golden Globe verðlaunanna. Samningar voru gerðir um framleiðslu annarrar seríu aðeins tveimur dögum eftir að fyrsti þátturinn var sýndur í sjónvarpi og er frumsýningar hennar í apríl beðið með eftirvæntingu. En þrátt fyrir velgengni eru Weiss og Benioff lítillátir. Þeir eru yfirvegaðir í fasi, ef ekki feimnir. Nafnið George ber ítrekað á góma en félögunum er mikið í mun að deila heiðrinum með höfundi bókanna sem þættirnir eru byggðir á. „George hefur tekið töluverðan þátt í öllu ferlinu," segir Benioff og útlistar aðkomu rithöfundarins að framleiðslu þáttanna: Hann skrifaði handrit að einum þætti í hvorri seríu, hann tók þátt í að velja leikarana auk þess sem hann er sérlegur ráðgjafi þegar kemur að því að skapa heim bókanna. Rætt um rétt útlit dreka„George hafði til að mynda mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig drekarnir líta út," segir Benioff og strýkur lófanum yfir þykkt, dökkt hárið sem nemur við sterklegan kjálka settum grófum skeggbroddum. „Hann vildi tryggja að drekarnir hefðu tvo fætur – ekki fjóra fætur og vængi. Tvo fætur og vængi." Benioff glottir. „George hefur hugsað um dreka mun lengur en við." Í sömu andrá hallar Weiss sér fram og grípur orðið: „Ég eyddi reyndar löngum stundum í að velta fyrir mér útliti dreka þegar ég var tólf ára." Hann hlær hikstakenndum hlátri. Játningin kemur ekki á óvart. Fæstir almennir lesendur höfðu heyrt rithöfundarins George R. R. Martin getið fyrr en sjónvarpsþættir Benioff og Weiss komust í hámæli. Árum saman hafði hann hins vegar getið sér gott orð meðal svokallaðra fantasíu-nörda. Innan þeirrar kreðsu breiddist orðspor hans út er meðmæli gengu frá manni til manns með bókaflokki hans sem ber heitið A Song of Ice and Fire og þættirnir Game of Thrones eru byggðir á. Fljótt fundu aðdáendur bókanna, sem nú eru orðnar fimm að tölu, sér vettvang á veraldarvefnum til að eiga samskipti sín á milli. Fjöldi aðdáendasíðna og vef-spjallsvæða spratt upp tileinkaður epískri sögunni. En ást aðdáenda er hverful. Hluti þeirra snerist nýverið gegn höfundinum í óþreyju sinni eftir að fá að vita hvernig ævintýrinu lýkur – upphaflega áttu bækurnar aðeins að vera þrjár en eru nú sagðar eiga að verða sjö. Stefnir sú saga í að verða um margt jafndramatísk og fantasía George R. R. Martin. Beðið eftir sögulokumÞættirnir verða sýndir á Stöð 2 á mánudagskvöldum, innan við sólarhring eftir frumsýningu í Bandaríkjunum.„Togaðu ritvélina út úr rassgatinu á þér og haltu áfram að skrifa," voru skilaboð til Martin frá aðdáenda sem orðinn var langeygður eftir nýrri bók í flokknum sem nú þegar telur um 5000 blaðsíður, 1,7 milljón orð og meira en 1000 nafngreindar persónur. Aðrir hafa sett upp heilu vefsíðurnar helgaðar, að þeim finnst, seinagangi Martin. Þar núa þeir höfundi vinnulagi hans um nasir og saka hann um leti þegar kemur að skrifunum. „Fyrst við vitum öll að [Martin] getur ekki skrifað nema hann sé staddur á sérstaka rit-staðnum sínum, íklæddur sérstöku rit-stígvélunum sínum, með hitann nákvæmlega stilltan á 20 gráður og sólina í Vatnsberanum geri ég ráð fyrir að sá stóri hafi ekki komið einu einasta orði niður á blað í dag." Hvað sem öðru líður hljóta úthrópanir fólks, sem kveðst vera aðdáendur bókanna, að bera vott um hve sterkar tilfinningar lesenda eru í garð sagna Martin. Weiss og Benioff var mjög í mun að þættir þeirra höfðuðu til fleiri en aðdáenda bókanna. En óttuðust þeir aldrei að reita til reiði þessa sömu áhangendur og verða fyrir orðskárri heift þeirra? Weiss skellir hvellt upp úr en þagnar jafnharðan aftur. Báða setur hljóða góða stund. „Nei," segir Weiss loks. Neitunin er þó langt frá því að hljóma sannfærandi. Flöktandi fljóta augu hans með drapplituðum veggjum hótelherbergisins skreyttum doppum í öðru blæbrigði af drapplit. Þau staðnæmast að endingu rétt fyrir ofan hausamót viðmælanda. Augnsamband er ekki veitt. „Ég held að upp til hópa hafi aðdáendurnir reynst mjög áhugasamir um þættina," heldur Weiss áfram. Hörku gætir í röddinni. Andrúmsloft herbergisins virðist hafa snarkólnað. Hafði ég komið við viðkvæman blett? „Og mjög kurteisir …" Þögn. Skyndilega færist skakkt bros yfir varirnar. „Og næstum því aldrei hrottalegir." Það harðnar yfir svipnum á ný. „Ég myndi ekki segja að við værum hræddir við þá því það væri ekki mjög gagnlegt samband." Benioff tekur af honum orðið. Djúpgrá augun virðast hvassari en fyrr. „Við getum ekki skrifað út frá ótta. Við værum stöðugt að ritskoða sjálfa okkur. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Það verða alltaf einhverjir sem kvarta yfir hinum ýmsu hlutum. Auk þess eru aðdáendurnir ekki einn einsleitur hópur. Þeir eru ekki sammála um allt. Þá greinir á. Við reynum að búa til eins góða þætti og við getum – þætti sem í fyrsta lagi okkur líkar við og í öðru lagi George líkar við. Við getum aldrei gert öllum milljónum lesenda bókanna til geðs." Þeim Weiss og Benioff tókst ætlunarverk sitt. Þeir frelsuðu fantasíu George R. R. Martin – og kannski grein fantasíunnar í heild sinni – úr greipum nördanna. Hve uppnæmir þeir virðast hins vegar þegar þann hóp ber á góma kann þó að benda til þess að sjálfir séu þeir í heljargreipum álits þessara sömu nörda. Game of Thrones Golden Globes Tengdar fréttir Ísland eins og tölvugrafík "Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. "Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." 1. apríl 2012 17:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones óttuðust að sverð-sveiflandi lávarðar og eldspúandi drekar myndu aðeins höfða til lítils hóps fantasíu-nörda. Raunin varð önnur. Undir rauðrósóttum rúmgafli tók Sif Sigmarsdóttir tali tvíeykið á bak við þættina og fór vel á með þeim er þau ræddu um væntingarnar og velgengnina. En skyndilega skipaðist veður í lofti. Bankið á hurðina er veikt. Dágóð stund líður áður en tekið er í húninn og krúnurökuðu höfði stungið hikandi inn um gættina á litlu hótelherbergi Soho Hótelsins í Lundúnum. Andlitið er mjóslegið og á nefinu hvíla silfruð spangargleraugu. Búkurinn sem fylgir höfðinu inn um dyrnar fullkomnar staðalímyndina sem flestir hafa af ungum karlmönnum sem hafa gaman af fantasíum; mjósleginn, klæddur sniðlitlum gallabuxum og stuttermabol með mynd af pixluðum tölvuleikjafígúrum að slást. Dan Weiss er annar tveggja framleiðenda og handritshöfunda fantasíuþáttanna Game of Thrones sem byggðir eru á bókum rithöfundarins George R. R. Martin. Ekki hefðbundin fantasíaKit Harrington við tökur þáttanna á Íslandi.Þættirnir, sem gerast í skálduðum miðaldaheimi þar sem sjö fjölskyldur heyja blóðuga baráttu um völd og járnhásæti, eru í aðra röndina hefðbundin fantasía. Um moldugar götur innan borgarveggja arka brúnaþungir, hárfagrir karlmenn sveipaðir efnismiklum skikkjum og úfnum gærum sem líkjast helst afturgöngum úr búningasafni Hrafns Gunnlaugssonar. Um grænar gresjur ríða hestum vöðvastælt tröllmenni með augnfarða í fylgd fáklæddra kvenna með hár niður á mjaðmir. En varast skal að láta loðið yfirborðið, eldspúandi drekana og yfirnáttúrulegar óvættirnar blekkja. Game of Thrones er langt frá því að vera venjuleg fantasía. Á hæla Weiss inn í herbergið fylgir hinn helmingur tvíeykisins bak við verðlaunaþættina. Ef Dan Weiss er holdgervingur þeirra gilda sem virðast á yfirborðinu liggja til grundvallar Game of Thrones er David Benioff lifandi líkneski alls þess sem flestir töldu ómögulegt að fantasíu-sjónvarpsþáttur gæti nokkru sinni verið uns Game of Thrones tók að birtast á skjáum um heim allan: Fágaður, svalur og fjöldanum að skapi. Klæddur óaðfinnanlega pressaðri bláköflóttri skyrtu undir aðsniðnum bleiserjakka geislar af honum áreynslulaus Hollywood-„glamúr". Og gljáinn er ekta. Til margra ára hefur Benioff starfað farsællega sem handritshöfundur í borg englanna. Eftir hann liggja myndir á borð við Troy og The 25th Hour. Og til að fullkomna pakkann: Benioff er kvæntur Hollywood leikkonunni Amöndu Peet sem margir þekkja úr kvikmyndinni The Whole Nine Yards. Þar sem við sitjum undir rauðrósóttum rúmgafli sem áfastur er veggnum – rúmið hefur verið fjarlægt og í þess stað er komið dúkalagt borð – gera samstarfsmennirnir og vinirnir til fjölda ára tilraun til að greina hvernig Game of Thrones tókst hið ómögulega; að endurheimta fantasíu-greinina úr greipum nördanna og fanga áhuga hins almenna manns. Höfða til breiðs hópsWeiss segir það eðli sögunnar sem veldur því til hve breiðs hóps þættirnir ná. Þungamiðja hennar sé ekki drekarnir eða seiðkonurnar – í henni sé mun minni áhersla lögð á galdra og hið yfirnáttúrulega en venjan er í fantasíum – heldur alvöru fólk sem tekst á við alvöru vandamál. „Sögusvið þáttanna er vissulega fantasíuheimur," segir hann og liggur lágt rómur. „En þegar alls er gætt fjalla þættirnir einfaldlega um venjulegt fólk með venjulega drauma, vonir og þrár. Baráttan um völd er eins alls staðar; ást sem fólk ber til fjölskyldu sinnar er eins alls staðar; og átökin milli þessara tveggja þátta – hvernig þeir orka hvor á annan – er eins alls staðar. Von okkar er að Game of Thrones séu fantasíu-þættir eins og Sópranó-fjölskyldan er mafíósa-þættir; helgaðir ákveðinni kvikmyndagrein og tilheyra sem slíkir ákveðnum flokki en taka jafnframt á almennum mannlegum málefnum sem varða okkur öll." Er þeir Weiss og Benioff hófu fyrst vinnu við þættina lifðu þeir í stöðugum ótta við að sverð-sveiflandi lávarðar og kjaftforir dvergar myndu í besta falli trekkja að dyggan en óhjákvæmilega lítinn hóp fantasíu-aðdáenda. Raunin varð önnur útskýrir hinn prúðbúni Benioff og leggur svo fagmannlega snyrtar hendur á borðið að ólíklegt verður að teljast að þær hafi gert mikið af því að fletta blaðsíðum lítt þekktra fantasíuskáldsagna eða fitla við tölvuleikjafjarstýringar. „Ein algengustu og ánægjulegustu viðbrögðin sem við fengum við fyrstu seríunni voru: „Ég er ekki hrifinn af fantasíum og þegar ég heyrði fyrst um þáttinn – að í honum væru drekar og slíkt – vissi ég að ég hefði ekki áhuga. En svo horfði ég á einn þátt, féll samstundis fyrir karakterunum og nú er ég húkkaður." Það var mesta hrós sem við gátum fengið." 13 Emmy-tilnefningarFyrsti þáttur nýju þáttaraðarinnar fer í loftið mánudaginn 2. apríl á Stöð 2.Rétt eins og formúlukenndur Hollywood-„glamúr" Benioff er ekta eru vinsældir þáttanna ekta. Þeir teljast nú fimmtu vinsælustu þættir í sögu kapalstöðvarinnar HBO sem framleiðir þá og fylgja þeir fast á hæla Sex and the City. Þættirnir hlutu 13 tilnefningar til Emmy verðlaunanna og tvær til Golden Globe verðlaunanna. Samningar voru gerðir um framleiðslu annarrar seríu aðeins tveimur dögum eftir að fyrsti þátturinn var sýndur í sjónvarpi og er frumsýningar hennar í apríl beðið með eftirvæntingu. En þrátt fyrir velgengni eru Weiss og Benioff lítillátir. Þeir eru yfirvegaðir í fasi, ef ekki feimnir. Nafnið George ber ítrekað á góma en félögunum er mikið í mun að deila heiðrinum með höfundi bókanna sem þættirnir eru byggðir á. „George hefur tekið töluverðan þátt í öllu ferlinu," segir Benioff og útlistar aðkomu rithöfundarins að framleiðslu þáttanna: Hann skrifaði handrit að einum þætti í hvorri seríu, hann tók þátt í að velja leikarana auk þess sem hann er sérlegur ráðgjafi þegar kemur að því að skapa heim bókanna. Rætt um rétt útlit dreka„George hafði til að mynda mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig drekarnir líta út," segir Benioff og strýkur lófanum yfir þykkt, dökkt hárið sem nemur við sterklegan kjálka settum grófum skeggbroddum. „Hann vildi tryggja að drekarnir hefðu tvo fætur – ekki fjóra fætur og vængi. Tvo fætur og vængi." Benioff glottir. „George hefur hugsað um dreka mun lengur en við." Í sömu andrá hallar Weiss sér fram og grípur orðið: „Ég eyddi reyndar löngum stundum í að velta fyrir mér útliti dreka þegar ég var tólf ára." Hann hlær hikstakenndum hlátri. Játningin kemur ekki á óvart. Fæstir almennir lesendur höfðu heyrt rithöfundarins George R. R. Martin getið fyrr en sjónvarpsþættir Benioff og Weiss komust í hámæli. Árum saman hafði hann hins vegar getið sér gott orð meðal svokallaðra fantasíu-nörda. Innan þeirrar kreðsu breiddist orðspor hans út er meðmæli gengu frá manni til manns með bókaflokki hans sem ber heitið A Song of Ice and Fire og þættirnir Game of Thrones eru byggðir á. Fljótt fundu aðdáendur bókanna, sem nú eru orðnar fimm að tölu, sér vettvang á veraldarvefnum til að eiga samskipti sín á milli. Fjöldi aðdáendasíðna og vef-spjallsvæða spratt upp tileinkaður epískri sögunni. En ást aðdáenda er hverful. Hluti þeirra snerist nýverið gegn höfundinum í óþreyju sinni eftir að fá að vita hvernig ævintýrinu lýkur – upphaflega áttu bækurnar aðeins að vera þrjár en eru nú sagðar eiga að verða sjö. Stefnir sú saga í að verða um margt jafndramatísk og fantasía George R. R. Martin. Beðið eftir sögulokumÞættirnir verða sýndir á Stöð 2 á mánudagskvöldum, innan við sólarhring eftir frumsýningu í Bandaríkjunum.„Togaðu ritvélina út úr rassgatinu á þér og haltu áfram að skrifa," voru skilaboð til Martin frá aðdáenda sem orðinn var langeygður eftir nýrri bók í flokknum sem nú þegar telur um 5000 blaðsíður, 1,7 milljón orð og meira en 1000 nafngreindar persónur. Aðrir hafa sett upp heilu vefsíðurnar helgaðar, að þeim finnst, seinagangi Martin. Þar núa þeir höfundi vinnulagi hans um nasir og saka hann um leti þegar kemur að skrifunum. „Fyrst við vitum öll að [Martin] getur ekki skrifað nema hann sé staddur á sérstaka rit-staðnum sínum, íklæddur sérstöku rit-stígvélunum sínum, með hitann nákvæmlega stilltan á 20 gráður og sólina í Vatnsberanum geri ég ráð fyrir að sá stóri hafi ekki komið einu einasta orði niður á blað í dag." Hvað sem öðru líður hljóta úthrópanir fólks, sem kveðst vera aðdáendur bókanna, að bera vott um hve sterkar tilfinningar lesenda eru í garð sagna Martin. Weiss og Benioff var mjög í mun að þættir þeirra höfðuðu til fleiri en aðdáenda bókanna. En óttuðust þeir aldrei að reita til reiði þessa sömu áhangendur og verða fyrir orðskárri heift þeirra? Weiss skellir hvellt upp úr en þagnar jafnharðan aftur. Báða setur hljóða góða stund. „Nei," segir Weiss loks. Neitunin er þó langt frá því að hljóma sannfærandi. Flöktandi fljóta augu hans með drapplituðum veggjum hótelherbergisins skreyttum doppum í öðru blæbrigði af drapplit. Þau staðnæmast að endingu rétt fyrir ofan hausamót viðmælanda. Augnsamband er ekki veitt. „Ég held að upp til hópa hafi aðdáendurnir reynst mjög áhugasamir um þættina," heldur Weiss áfram. Hörku gætir í röddinni. Andrúmsloft herbergisins virðist hafa snarkólnað. Hafði ég komið við viðkvæman blett? „Og mjög kurteisir …" Þögn. Skyndilega færist skakkt bros yfir varirnar. „Og næstum því aldrei hrottalegir." Það harðnar yfir svipnum á ný. „Ég myndi ekki segja að við værum hræddir við þá því það væri ekki mjög gagnlegt samband." Benioff tekur af honum orðið. Djúpgrá augun virðast hvassari en fyrr. „Við getum ekki skrifað út frá ótta. Við værum stöðugt að ritskoða sjálfa okkur. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Það verða alltaf einhverjir sem kvarta yfir hinum ýmsu hlutum. Auk þess eru aðdáendurnir ekki einn einsleitur hópur. Þeir eru ekki sammála um allt. Þá greinir á. Við reynum að búa til eins góða þætti og við getum – þætti sem í fyrsta lagi okkur líkar við og í öðru lagi George líkar við. Við getum aldrei gert öllum milljónum lesenda bókanna til geðs." Þeim Weiss og Benioff tókst ætlunarverk sitt. Þeir frelsuðu fantasíu George R. R. Martin – og kannski grein fantasíunnar í heild sinni – úr greipum nördanna. Hve uppnæmir þeir virðast hins vegar þegar þann hóp ber á góma kann þó að benda til þess að sjálfir séu þeir í heljargreipum álits þessara sömu nörda.
Game of Thrones Golden Globes Tengdar fréttir Ísland eins og tölvugrafík "Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. "Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." 1. apríl 2012 17:00 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Ísland eins og tölvugrafík "Ég elska landið þitt!" hrópar leikarinn Kit Harington upp yfir sig er blaðamaður kveðst vera frá Íslandi og vilja fá að ræða við hann um tökur þáttanna Game of Thrones sem fram fóru á Vatnajökli í nóvember síðastliðnum. "Það er einn af þessum stöðum sem ég myndi vilja flytja til. Ég elska það í alvöru! Ísland á sérstakan stað í hjarta mér." 1. apríl 2012 17:00