Samhengi skuldanna Þórólfur Matthíasson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þórólfur Matthíasson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyrirtækja annars vegar og heildarskulda þeirrar atvinnugreinar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrirtækinu Systrum ehf. kvóta. Söluverðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbankanum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupareikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heildarskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtækið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljónir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hlutabréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukningin er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanaríeyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíðastöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtækið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréfum í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eignarhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerðarinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskiptahugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerðarfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstrarfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarðar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjármuna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiðitækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukningu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhætturekstri og innistæðum á peningamarkaðssjóðum aukast úr 20 milljörðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eignaraukningar er væntanlega tilkominn vegna hækkunar á gengi undirliggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrirtækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyrirtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafngilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönnum, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtalsverðum hluta þjóðarauðæfa Íslendinga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektarvert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar telja það sáluhjálparatriði að eigendur útgerðarfyrirtækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuldsetningunni var aflað. Þessari einföldu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrirtækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerðarinnar sjálfrar sýna að fjármununum var ekki varið til fjárfestingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Kannski hinir upplýsingaglöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjárfestingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaherferð?
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun