Einelti, samfélagslegur fjandi! Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur. Þeir eru ófáir sem eiga einhverja sögu úr grunnskóla um einelti og líta á sína eigin grunnskólagöngu sem helvíti á jörðu. Ég var þolandi eineltis og örugglega gerandi líka, ef svo var vona ég að þeir geti fyrirgefið mér. Ég hef fyrirgefið þeim sem lögðu mig í einelti. Fyrir rétt rúmum tuttugu árum var ég forfallakennari í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á einni viku sá ég sjö einstaklinga lagða í einelti. Það kom mér á óvart hve mikið eineltið var og nefndi það við einn gamlan og reyndan kennara. Ein athugasemd situr í mér eftir það samtal, þegar við ræddum hvaða einstaklingar væru þolendur, hann sagði „Nei, þessi er ekki lagður í einelti, hann leitar í neikvæða athygli!" Þetta var 1991 og við ekki komin lengra. Á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, er að finna skýrslu frá ráðstefnunni „Börn vilja ræða um einelti við fullorðna" sem haldin var 1998. Í formála segir: „Þar settust 80 börn og 50 fullorðnir á rökstóla og ræddu þetta alvarlega vandamál í blönduðum umræðuhópum kynslóðanna." Þetta var 1998, hefur eitthvað breyst? Nú, fjórtán árum síðar er enn verið að ræða þennan fjanda sem einelti er. Mikið er rætt um hvort hinar eða þessar eineltisáætlanir virki. Við erum búin að ræða svo mikið að „Ísland án eiturlyfja árið 2000" kemur upp í hugann! Það sem er merkilegt við þessa umfjöllun um einelti er að hún einskorðast við börn og skólasamfélagið og að það sé skólanna að gera eitthvað í þessu vandamáli sem einelti er. Já, svo sannarlega á skólinn að taka þátt í að koma í veg fyrir einelti en það er ekki skólans að uppræta einelti. Það er samvinnuverkefni alls samfélagsins og það byrjar á heimilinu. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" kemur upp í hugann. Á heimilum, í samskiptamiðlum og í fjölmiðlum hegða fyrirmyndirnar sér þannig að börn geta svo hæglega túlkað þeirra framferði sem samþykki fyrir t.d. einelti. Margir kannast við að bölva mönnum og málefnum fyrir framan sjónvarpið, heyra börnin það? Birtingarmynd eineltis er alls staðar og eru stjórnmál gott dæmi um það. Heiftin ræður ríkjum og í skjóli fjarlægðar í gegnum net- og fjölmiðla stunda stjórnmálamenn það að reyna að koma höggi á andstæðinginn undir því yfirskyni að þeir séu að láta frjálsar skoðanir í ljós og oftar en ekki er ýmislegt látið vaða sem særir. Það særir ekki bara þann sem fyrir verður heldur vini, fjölskyldu og börn. Stundum ganga stjórnmálamenn það langt að embættismenn verða ítrekað fyrir aðkasti án þess að þeir síðarnefndu geti hönd yfir höfuð sér borið. Sér barnið þitt hvað þú skrifar um náungann á samskiptamiðlum eins og fésbók? Getum við leyft okkur að skrifa hvað sem er, jafnvel í reiði og réttlætt það? Eru fúkyrði skoðun? Er dónaskapur túlkun? Hugsum áður en við tjáum okkur. Árið er 2012 og einelti er samfélagslegur fjandi sem við þurfum að útrýma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur. Þeir eru ófáir sem eiga einhverja sögu úr grunnskóla um einelti og líta á sína eigin grunnskólagöngu sem helvíti á jörðu. Ég var þolandi eineltis og örugglega gerandi líka, ef svo var vona ég að þeir geti fyrirgefið mér. Ég hef fyrirgefið þeim sem lögðu mig í einelti. Fyrir rétt rúmum tuttugu árum var ég forfallakennari í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á einni viku sá ég sjö einstaklinga lagða í einelti. Það kom mér á óvart hve mikið eineltið var og nefndi það við einn gamlan og reyndan kennara. Ein athugasemd situr í mér eftir það samtal, þegar við ræddum hvaða einstaklingar væru þolendur, hann sagði „Nei, þessi er ekki lagður í einelti, hann leitar í neikvæða athygli!" Þetta var 1991 og við ekki komin lengra. Á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, er að finna skýrslu frá ráðstefnunni „Börn vilja ræða um einelti við fullorðna" sem haldin var 1998. Í formála segir: „Þar settust 80 börn og 50 fullorðnir á rökstóla og ræddu þetta alvarlega vandamál í blönduðum umræðuhópum kynslóðanna." Þetta var 1998, hefur eitthvað breyst? Nú, fjórtán árum síðar er enn verið að ræða þennan fjanda sem einelti er. Mikið er rætt um hvort hinar eða þessar eineltisáætlanir virki. Við erum búin að ræða svo mikið að „Ísland án eiturlyfja árið 2000" kemur upp í hugann! Það sem er merkilegt við þessa umfjöllun um einelti er að hún einskorðast við börn og skólasamfélagið og að það sé skólanna að gera eitthvað í þessu vandamáli sem einelti er. Já, svo sannarlega á skólinn að taka þátt í að koma í veg fyrir einelti en það er ekki skólans að uppræta einelti. Það er samvinnuverkefni alls samfélagsins og það byrjar á heimilinu. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" kemur upp í hugann. Á heimilum, í samskiptamiðlum og í fjölmiðlum hegða fyrirmyndirnar sér þannig að börn geta svo hæglega túlkað þeirra framferði sem samþykki fyrir t.d. einelti. Margir kannast við að bölva mönnum og málefnum fyrir framan sjónvarpið, heyra börnin það? Birtingarmynd eineltis er alls staðar og eru stjórnmál gott dæmi um það. Heiftin ræður ríkjum og í skjóli fjarlægðar í gegnum net- og fjölmiðla stunda stjórnmálamenn það að reyna að koma höggi á andstæðinginn undir því yfirskyni að þeir séu að láta frjálsar skoðanir í ljós og oftar en ekki er ýmislegt látið vaða sem særir. Það særir ekki bara þann sem fyrir verður heldur vini, fjölskyldu og börn. Stundum ganga stjórnmálamenn það langt að embættismenn verða ítrekað fyrir aðkasti án þess að þeir síðarnefndu geti hönd yfir höfuð sér borið. Sér barnið þitt hvað þú skrifar um náungann á samskiptamiðlum eins og fésbók? Getum við leyft okkur að skrifa hvað sem er, jafnvel í reiði og réttlætt það? Eru fúkyrði skoðun? Er dónaskapur túlkun? Hugsum áður en við tjáum okkur. Árið er 2012 og einelti er samfélagslegur fjandi sem við þurfum að útrýma!
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun