Úttekt á samfélagslegum þáttum fiskveiðistjórnunar 12. júní 2012 11:00 Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun