Úttekt á samfélagslegum þáttum fiskveiðistjórnunar 12. júní 2012 11:00 Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna. Til að svo megi verða áfram, og til að tryggja megi sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindanna til langframa, þarf trausta þekkingu á lífríki sjávar og rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja, en ekki síður á samfélagslegum forsendum sjávarútvegsins. Stjórn fiskveiða er samfélagslegt málefni, sem snýr að manngerðu fyrirkomulagi um hvernig veiðar fara fram, hverjir fá að veiða og hvernig afrakstri er skipt milli útgerðaraðila og samfélaganna sem veiðarnar stunda. Veiðarnar og stjórnun þeirra eru samofnar íslenskri menningu og samfélagsgerð. Ljóst er að fyrirleggjandi þekking á þessum málefnum er af skornum skammti, sú sem til er er lítið nýtt og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Slíkt sætir furðu, þar sem öll umræða um sjálfbæra þróun miðar að því að skoða nýtingu auðlinda í samhengi við þau samfélög sem auðlindina nýta. Það er því löngu orðið tímabært að skoða íslenska fiskveiðistjórnun ofan í kjölinn í þessu tilliti og gera grein fyrir forsendum, virkni og áhrifum stjórnunarinnar. Við undirrituð förum fram á að ítarleg og þverfræðileg úttekt verði gerð á íslenskri fiskveiðistjórnun, þar sem metið verði hvernig samfélagslegar afleiðingar núverandi kerfis samræmast yfirlýstum markmiðum þess. Við gerð slíkrar úttektar þyrfti að taka mið af fræðilegri umræðu á þessu sviði og fela einnig í sér samanburð við reynslu annarra þjóða af stjórn fiskveiða. Niðurstöður úttektarinnar ættu að nýtast í umræður um samfélagslega ábyrga fiskveiðistjórnun og í þróun leiða að árangursríkari og stöðugri lausnum til framtíðar. Það er sannfæring okkar að úttekt af þessu tagi sé forsenda þess að hægt sé að þróa fiskveiðistjórnun hér á landi í átt til sjálfbærni og sáttar. Undirrituð eru tilbúin til að koma að undirbúningi og/eða taka þátt í gerð slíkrar úttektar. Hópurinn samanstendur af sérfræðingum og vísindamönnum sem standa framarlega á sínum fræðasviðum og hafa mikið fram að færa um félagslegar rannsóknir og rannsóknaraðferðir, sjávarútvegsmál og auðlindastjórnun í anda sjálfbærrar þróunar.Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Einar Eyþórsson, fræðimaður við Framsentered í TromsöDr. Emil Bóasson, forstöðumaður meistaranáms í upplýsingatækni við Central Michigan UniversityDr. Emilie Mariat, mannfræðingur við Frönsku heimskautastofnuninaDr. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við HÍDr. Helga Ögmundardóttir, mannfræðingur við HÍDr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur og prófessor við HADr. Karl Benediktsson, prófessor í landfræði við HÍKristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra og sagnfræðingurMagnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við HÍDr. Níels Einarsson, mannfræðingur og forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms StefánssonarDr. Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við HÍDr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs VestfjarðaSigríður Ólafsdóttir, sjávarauðlindasérfræðingur og doktorsnemi við GautaborgarháskólaDr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í opinberri stjórnsýslu við HÍDr. Sólveig Anna Bóasdóttir, siðfræðingur og forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍDr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍDr. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍDr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við HÍ
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar