Skoðun

Í skuggasundi

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Ég fór í skuggasundið milli Landsímahússins og Miðbæjarmarkaðarins og skoðaði tillögurnar sem urðu hlutskarpastar í samkeppni um byggingu hótels ofl. bygginga við Ingólfstorg og Austurvöll.



Það er vel viðeigandi að sýna tillögurnar í skuggasundinu. Allar framkomnar hugmyndir um byggingar á þessu svæði eru ávísun á fleiri skuggasund og vindgöng.



Það hvarflar að mér sú hugsun að þeir sem standa fyrir þessari samkeppni eigi aldrei leið um miðborg Reykjavíkur og þekki hana því ekki.



En þessi ályktun mín er röng, leiðarljós „uppbyggingarinnar“ er gróði og gjörnýting. Og þá verða minniháttar tilfinningar og skynsemi að víkja.



Reykjavík er vindasöm borg norðarlega á hnettinum.



Þar sem sólar nýtur og skjól er fyrir vindum safnast fólkið saman, bæði höfuðborgarbúar og gestir þeirra. Og borgaryfirvöld hafa aukið gæðin með því að takmarka bílaumferð á nokkrum stöðum.



Háar byggingar og þröng sund milli þeirra rýra sólarljósið sem fellur á íbúana og eykur vindhraðann. Hótel á þessum stað eykur umferð rútubíla og risajeppa.



Áætlanir um byggingu risahótels á Landsímareitnum eru tímaskekkja og stórslys verði af framkvæmdum.



Björgum Ingólfstorgi og Nasa!

Ég skora á alla að undirrita áskorunina á www.ekkihotel.is.




Skoðun

Sjá meira


×