Fjármál sveitarfélaga Halldór Halldórsson skrifar 26. september 2012 06:00 Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna. Ráðstefnan er haldin fyrr að haustinu en áður var vegna þess að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru unnar og samþykktar fyrr og fjárlög ríkisins eru lögð fram fyrr en venjan var. Að þessu sinni verður Fjármálaráðstefnan í Hörpu 27. og 28. september nk. Að venju verður umræða um samskipti stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum lýst yfir ánægju með mikil samskipti við ríkisvaldið en því miður hafa þau samskipti ekki alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu sem við teldum æskilegasta. Þá vilja samskiptin gleymast af og til ríkismegin við borðið og gætir þess verulega núna við framlagningu fjárlaga fyrir árið 2013. Þrátt fyrir umræðu um erfiðleika í rekstri sveitarfélaga og oft á tíðum miklar upphrópanir í þeirri umræðu þá er ljóst að reksturinn hefur batnað jafnt og þétt frá efnahagshruninu haustið 2008. Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2011 eru teknir saman í Árbók sveitarfélaga sem kemur út á Fjármálaráðstefnunni. Samanburður á milli ára sýnir aukningu veltufjár frá rekstri og lækkun skulda og skuldbindinga í hlutfalli við tekjur. Eins og mörgum er kunnugt hefur það markmið verið sett að skuldir sveitarfélaga eigi að vera innan við 150% af tekjum þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná þessu markmiði nýrra sveitarstjórnarlaga. Þegar allir sveitarsjóðir landsins (A hluti) eru teknir saman er ljóst að skuldir og skuldbindingar eru 135% af tekjum eða innan við þetta markmið. Sama gildir ekki um fyrirtæki sveitarfélaga (B hluti) en þar eru skuldir og skuldbindingar 231% af tekjum. Þarna vega þyngst miklar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru staðbundin vandamál hjá ákveðnum sveitarfélögum þó mörg þeirra hafi náð töluverðum árangri í sínum rekstri. Það er ánægjulegt og traustvekjandi að sjá að sveitarsjóðir landsins í heild standa alveg þokkalega og áreiðanlega mun betur en almenningur gæti haldið miðað við umræðuna. Þess ber jafnframt að geta að sveitarfélögin færa allar sínar skuldir og skuldbindingar í ársreikninga. Nokkuð sem ríkissjóður gæti lært af sveitarfélögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna. Ráðstefnan er haldin fyrr að haustinu en áður var vegna þess að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru unnar og samþykktar fyrr og fjárlög ríkisins eru lögð fram fyrr en venjan var. Að þessu sinni verður Fjármálaráðstefnan í Hörpu 27. og 28. september nk. Að venju verður umræða um samskipti stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum lýst yfir ánægju með mikil samskipti við ríkisvaldið en því miður hafa þau samskipti ekki alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu sem við teldum æskilegasta. Þá vilja samskiptin gleymast af og til ríkismegin við borðið og gætir þess verulega núna við framlagningu fjárlaga fyrir árið 2013. Þrátt fyrir umræðu um erfiðleika í rekstri sveitarfélaga og oft á tíðum miklar upphrópanir í þeirri umræðu þá er ljóst að reksturinn hefur batnað jafnt og þétt frá efnahagshruninu haustið 2008. Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2011 eru teknir saman í Árbók sveitarfélaga sem kemur út á Fjármálaráðstefnunni. Samanburður á milli ára sýnir aukningu veltufjár frá rekstri og lækkun skulda og skuldbindinga í hlutfalli við tekjur. Eins og mörgum er kunnugt hefur það markmið verið sett að skuldir sveitarfélaga eigi að vera innan við 150% af tekjum þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná þessu markmiði nýrra sveitarstjórnarlaga. Þegar allir sveitarsjóðir landsins (A hluti) eru teknir saman er ljóst að skuldir og skuldbindingar eru 135% af tekjum eða innan við þetta markmið. Sama gildir ekki um fyrirtæki sveitarfélaga (B hluti) en þar eru skuldir og skuldbindingar 231% af tekjum. Þarna vega þyngst miklar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru staðbundin vandamál hjá ákveðnum sveitarfélögum þó mörg þeirra hafi náð töluverðum árangri í sínum rekstri. Það er ánægjulegt og traustvekjandi að sjá að sveitarsjóðir landsins í heild standa alveg þokkalega og áreiðanlega mun betur en almenningur gæti haldið miðað við umræðuna. Þess ber jafnframt að geta að sveitarfélögin færa allar sínar skuldir og skuldbindingar í ársreikninga. Nokkuð sem ríkissjóður gæti lært af sveitarfélögum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar