Ekki misskilja spurningarnar Smári McCarthy skrifar 10. október 2012 00:00 Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt. En um hvað er þá kosið 20. október? Spurningarnar sex fjalla um hvaða eiginleika ný stjórnarskrá mun hafa. Fyrsta spurningin fjallar um hvort það eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju stjórnarskránni, eða hvort hún eigi að vera samin frá A til Ö í forsætisnefnd Alþingis. Það að svara nei þýðir ekki að þú viljir ekki nýja stjórnarskrá, enda er ekki verið að spyrja að því, heldur hvort þú viljir frekar flokkspólitíska samsuðu á nýrri stjórnarskrá en stjórnarskrá sem var samin í gegnum einstakt þátttökulýðræðislegt ferli sem rúmlega þúsund manns komu að. Frumvarp stjórnlagaráðs er fyrir margar sakir stórmerkilegt. Alls staðar í heiminum veit fólk af því sem gerðist á Íslandi, og fólk talar um það af stakri öfund hversu frábært ferlið var, bæði með þjóðfundinn og stjórnlagaráð, þar sem almenningur fékk beina aðkomu að gerð á nýrri stjórnarskrá. Ef betra ferli er mögulegt er það mannkyninu óþekkt enn. Það er ekki betra að Alþingi krukki í frumvarpinu, enda væri Alþingi þá að taka ákvarðanir um eigin valdmörk. Það hefur farið óneitanlega í taugarnar á mér hversu margir misskilja þessar kosningar. Sumir, sérstaklega úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið vísvitandi að hvetja fólk til að mæta ekki á kjörstað, eða ef þau mæta, að segja nei við öllu, eða annað álíka. Fyrir mér hljómar þetta mjög barnalega. Væri ekki réttara að kynna sér málefnin og svara þeim málefnalega? Spurningar eins og „finnst þér að öll atkvæði eigi að vega jafnt" og „finnst þér að almenningur eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu" eru spurningar sem er alveg þess virði að eyða nokkrum mínútum í að hugsa um. Ég hef pælt mikið í þessu, eins og sem betur fer margir aðrir, og mitt svar 20. október er ekkert leyndarmál: já, já, nei, já, já, já. Endilega kynnið ykkur frumvarp stjórnlagaráðs, kynnið ykkur spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og mætið svo á kjörstað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Smári McCarthy Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt. En um hvað er þá kosið 20. október? Spurningarnar sex fjalla um hvaða eiginleika ný stjórnarskrá mun hafa. Fyrsta spurningin fjallar um hvort það eigi að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýju stjórnarskránni, eða hvort hún eigi að vera samin frá A til Ö í forsætisnefnd Alþingis. Það að svara nei þýðir ekki að þú viljir ekki nýja stjórnarskrá, enda er ekki verið að spyrja að því, heldur hvort þú viljir frekar flokkspólitíska samsuðu á nýrri stjórnarskrá en stjórnarskrá sem var samin í gegnum einstakt þátttökulýðræðislegt ferli sem rúmlega þúsund manns komu að. Frumvarp stjórnlagaráðs er fyrir margar sakir stórmerkilegt. Alls staðar í heiminum veit fólk af því sem gerðist á Íslandi, og fólk talar um það af stakri öfund hversu frábært ferlið var, bæði með þjóðfundinn og stjórnlagaráð, þar sem almenningur fékk beina aðkomu að gerð á nýrri stjórnarskrá. Ef betra ferli er mögulegt er það mannkyninu óþekkt enn. Það er ekki betra að Alþingi krukki í frumvarpinu, enda væri Alþingi þá að taka ákvarðanir um eigin valdmörk. Það hefur farið óneitanlega í taugarnar á mér hversu margir misskilja þessar kosningar. Sumir, sérstaklega úr röðum Sjálfstæðisflokksins, hafa verið vísvitandi að hvetja fólk til að mæta ekki á kjörstað, eða ef þau mæta, að segja nei við öllu, eða annað álíka. Fyrir mér hljómar þetta mjög barnalega. Væri ekki réttara að kynna sér málefnin og svara þeim málefnalega? Spurningar eins og „finnst þér að öll atkvæði eigi að vega jafnt" og „finnst þér að almenningur eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu" eru spurningar sem er alveg þess virði að eyða nokkrum mínútum í að hugsa um. Ég hef pælt mikið í þessu, eins og sem betur fer margir aðrir, og mitt svar 20. október er ekkert leyndarmál: já, já, nei, já, já, já. Endilega kynnið ykkur frumvarp stjórnlagaráðs, kynnið ykkur spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og mætið svo á kjörstað!
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun