Hagsmunir Orkuveitunnar og almennings Sóley Tómasdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar