Hinir fjölbreyttu þræðir Árni Páll Árnason skrifar 16. október 2012 06:00 Þegar Samfylkingin var stofnuð kom saman fólk úr ólíkum flokkum með langa sögu og líka fólk sem aldrei hafði fundið sér stað í því gaddfreðna flokkakerfi sem hér hafði myndast. Það var þörf fyrir ný stjórnmál. Fjölskyldur upplifðu að deila sömu samfélagssýn en kjósa þrjá eða fjóra ólíka flokka. Merkimiðarnir skiptu orðið miklu meira máli en innihaldið. Ákvörðunin um stofnun Samfylkingarinnar fól í sér sögulega tilraun til að skapa stóran flokk sem yrði stærri en summa þeirra flokka sem lögðu starf sitt til hans. Og sú tilraun tókst. Fylgi Samfylkingarinnar hefur á árunum 2002-2009 verið meira en fylgi gamalgróinna jafnaðarflokka á flestum Norðurlandanna. Okkur hefur tekist heldur betur en hinum gömlu systurflokkum að halda í fjöldafylgi á tímum mikilla samfélagsbreytinga. Við þurfum að halda því áfram. Þessi sérstaki arfur skilar fjölþættum flokki. Samfylkingin er auðvitað höfuðflokkur jafnaðarmanna og hefur – og forverar hennar áður – barist frá fornu fari fyrir afkomuöryggi fólks, frelsi, mannréttindum og jöfnum tækifærum. Verkalýðshreyfingin hefur verið bandamaður okkar í því verkefni í meira en hundrað ár og hún á að vera það áfram. Þessi saga er stoðin sem við reisum á hugmyndina um öfluga og vel rekna velferðarþjónustu, sem veitir þjónustu eftir þörfum, óháð efnahag. Og ef tækifærin eiga að vera annað en orðin tóm þarf fjölbreytta menntun, við hæfi hvers og eins. Samfylkingin er líka kvenfrelsishreyfing og nýtur þeirrar arfleifðar ríkulega í störfum sínum. Upphaf íslenskrar kvennahreyfingar nær aftur fyrir stofnun fyrstu verkalýðsfélaganna. Baráttan gegn mismunum borgaranna, hverju nafni sem hún nefnist, er og verður kjarni framsækinnar jafnaðarstefnunnar. Allir eiga rétt til að njóta eigin verðleika. Vegna þessa hugmyndaarfs leggjum við áherslu á rétt fólks til að ráða eigin lífi og flokkum fólk ekki í hópa eftir þjóðfélagsstöðu. Þeir sem þurfa þjónustu við vegna félagslegra aðstæðna eiga rétt til hennar og eiga að hafa ákvörðunarvald um hvernig hún er veitt. Samfylkingin er grænn flokkur og hefur lagt meira af mörkum en nokkur annar til að koma á farsælli sambúð nýtingar og verndunar náttúrugæða. Rányrkja er jafn óásættanleg gagnvart komandi kynslóðum og hún er gagnvart núlifandi jarðarbúum. Krafan um að almenningur fái ávallt endurgjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum og að auðlindir séu nýttar með sjálfbærum hætti í almannaþágu er kjarni auðlinda- og umhverfisstefnu Samfylkingarinnar í anda sjálfbærrar þróunar. Samfylkingin er frjálslyndur flokkur einkaframtaks. Einkaframtak skapar störf, sem eru mikilvægasta stoð félagslegs réttlætis. Jafnaðarmenn brutu niður einokunaraðstöðu forréttindahópa og sköpuðu almenn skilyrði fyrir frjálsri samkeppni í íslensku efnahagslífi. Við viljum frelsi á markaði en líka ríka ábyrgð. Þess vegna þarf skýrar leikreglur um markaðinn sem tryggja félagslegt réttlæti og takmarka ábyrgðarlausa gróðasókn. Þess vegna höfum við til dæmis hert regluverk á fjármálamarkaði og aukið tapsáhættu fjármálafyrirtækja og þess vegna þarf að takmarka siðlausa smálánastarfsemi. Samfylkingin er flokkur alþjóðahyggju og þjóðfrelsis. Við höfum varið stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði Íslands á óvissutímum og erum óhrædd við þátttöku í alþjóðasamstarfi til að styrkja það frekar. Varðstaða um hagsmuni Íslands er helsta ástæða þeirrar stefnu okkar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er flokkur stjórnfestu. Í litlu landi þarf öðru fremur ljósar og réttar leikreglur og betri umgjörð um ákvarðanir. Við verðum að krefjast fagmennsku, fjölbreytileika og vandaðra vinnubragða í hverri grein – líka í stjórnmálunum. Síðast en ekki síst er Samfylkingin flokkur samstöðu og samvinnu á forsendu almannahagsmuna. Það er Samfylkingarinnar að leiða ólík öfl til farsællar sameiginlegrar niðurstöðu. Þessi fjölbreytileiki er einstæður heimanmundur og á að gefa Samfylkingunni sérstakan styrk til að leiða fordómalaust samtal um úrlausn erfiðra ágreiningsmála á vettvangi stjórnmálanna. Það er mikilvægasta verkefni Samfylkingarinnar að leiða þennan kraft úr læðingi og nýta hann til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin var stofnuð kom saman fólk úr ólíkum flokkum með langa sögu og líka fólk sem aldrei hafði fundið sér stað í því gaddfreðna flokkakerfi sem hér hafði myndast. Það var þörf fyrir ný stjórnmál. Fjölskyldur upplifðu að deila sömu samfélagssýn en kjósa þrjá eða fjóra ólíka flokka. Merkimiðarnir skiptu orðið miklu meira máli en innihaldið. Ákvörðunin um stofnun Samfylkingarinnar fól í sér sögulega tilraun til að skapa stóran flokk sem yrði stærri en summa þeirra flokka sem lögðu starf sitt til hans. Og sú tilraun tókst. Fylgi Samfylkingarinnar hefur á árunum 2002-2009 verið meira en fylgi gamalgróinna jafnaðarflokka á flestum Norðurlandanna. Okkur hefur tekist heldur betur en hinum gömlu systurflokkum að halda í fjöldafylgi á tímum mikilla samfélagsbreytinga. Við þurfum að halda því áfram. Þessi sérstaki arfur skilar fjölþættum flokki. Samfylkingin er auðvitað höfuðflokkur jafnaðarmanna og hefur – og forverar hennar áður – barist frá fornu fari fyrir afkomuöryggi fólks, frelsi, mannréttindum og jöfnum tækifærum. Verkalýðshreyfingin hefur verið bandamaður okkar í því verkefni í meira en hundrað ár og hún á að vera það áfram. Þessi saga er stoðin sem við reisum á hugmyndina um öfluga og vel rekna velferðarþjónustu, sem veitir þjónustu eftir þörfum, óháð efnahag. Og ef tækifærin eiga að vera annað en orðin tóm þarf fjölbreytta menntun, við hæfi hvers og eins. Samfylkingin er líka kvenfrelsishreyfing og nýtur þeirrar arfleifðar ríkulega í störfum sínum. Upphaf íslenskrar kvennahreyfingar nær aftur fyrir stofnun fyrstu verkalýðsfélaganna. Baráttan gegn mismunum borgaranna, hverju nafni sem hún nefnist, er og verður kjarni framsækinnar jafnaðarstefnunnar. Allir eiga rétt til að njóta eigin verðleika. Vegna þessa hugmyndaarfs leggjum við áherslu á rétt fólks til að ráða eigin lífi og flokkum fólk ekki í hópa eftir þjóðfélagsstöðu. Þeir sem þurfa þjónustu við vegna félagslegra aðstæðna eiga rétt til hennar og eiga að hafa ákvörðunarvald um hvernig hún er veitt. Samfylkingin er grænn flokkur og hefur lagt meira af mörkum en nokkur annar til að koma á farsælli sambúð nýtingar og verndunar náttúrugæða. Rányrkja er jafn óásættanleg gagnvart komandi kynslóðum og hún er gagnvart núlifandi jarðarbúum. Krafan um að almenningur fái ávallt endurgjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum og að auðlindir séu nýttar með sjálfbærum hætti í almannaþágu er kjarni auðlinda- og umhverfisstefnu Samfylkingarinnar í anda sjálfbærrar þróunar. Samfylkingin er frjálslyndur flokkur einkaframtaks. Einkaframtak skapar störf, sem eru mikilvægasta stoð félagslegs réttlætis. Jafnaðarmenn brutu niður einokunaraðstöðu forréttindahópa og sköpuðu almenn skilyrði fyrir frjálsri samkeppni í íslensku efnahagslífi. Við viljum frelsi á markaði en líka ríka ábyrgð. Þess vegna þarf skýrar leikreglur um markaðinn sem tryggja félagslegt réttlæti og takmarka ábyrgðarlausa gróðasókn. Þess vegna höfum við til dæmis hert regluverk á fjármálamarkaði og aukið tapsáhættu fjármálafyrirtækja og þess vegna þarf að takmarka siðlausa smálánastarfsemi. Samfylkingin er flokkur alþjóðahyggju og þjóðfrelsis. Við höfum varið stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði Íslands á óvissutímum og erum óhrædd við þátttöku í alþjóðasamstarfi til að styrkja það frekar. Varðstaða um hagsmuni Íslands er helsta ástæða þeirrar stefnu okkar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er flokkur stjórnfestu. Í litlu landi þarf öðru fremur ljósar og réttar leikreglur og betri umgjörð um ákvarðanir. Við verðum að krefjast fagmennsku, fjölbreytileika og vandaðra vinnubragða í hverri grein – líka í stjórnmálunum. Síðast en ekki síst er Samfylkingin flokkur samstöðu og samvinnu á forsendu almannahagsmuna. Það er Samfylkingarinnar að leiða ólík öfl til farsællar sameiginlegrar niðurstöðu. Þessi fjölbreytileiki er einstæður heimanmundur og á að gefa Samfylkingunni sérstakan styrk til að leiða fordómalaust samtal um úrlausn erfiðra ágreiningsmála á vettvangi stjórnmálanna. Það er mikilvægasta verkefni Samfylkingarinnar að leiða þennan kraft úr læðingi og nýta hann til góðs.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun