Hagvexti hamlað með niðurskurði til háskóla Svana Helen Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnulífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyting gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mikilvægastir í háskólastarfinu. Afleiðingin var niðurskurður án samhengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjárframlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikilvægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niðurskurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og framlag á hvern ársnema hefur minnkað um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðlilegt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tæknimenntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfsfólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hagvexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsamlegri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með menntun, rannsóknum og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Allir eru sammála um mikilvægi öflugrar menntunar fyrir verðmætasköpun og lífskjör. Því skýtur það skökku við að stjórnvöld skuli ítrekað fara þá leið, þvert á ráðleggingar sérfræðinga, að skera niður fjárframlög til háskóla. Í nýlegri könnun SI meðal 400 fyrirtækja eru sterkar vísbendingar um að atvinnulífið muni árlega skorta um 1.000 raunvísinda-, tækni- og verkfræðimenntaða starfsmenn næstu árin. Niðurskurður til háskóla, sérstaklega til tæknimenntunar á háskólastigi, dregur þannig verulega úr getu atvinnulífsins til að skapa hagvöxt og störf. Tilfærsla fjármögnunar sem gengur þvert gegn þörfum atvinnulífsins, þ.e. frá tækninámi og frá Háskólanum í Reykjavík, sem menntar tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, til annarra námsbrauta og annarra háskóla, eykur á vandann. Þegar ráðist var í niðurskurð í kjölfar kreppunnar var engin breyting gerð á háskólakerfinu eða stefna mörkuð um hvaða þættir væru mikilvægastir í háskólastarfinu. Afleiðingin var niðurskurður án samhengis og markmiða sem leitt hefur til alvarlegrar mismununar í fjárframlögum til háskólanna. Í ljósi þess hversu mikilvægur Háskólinn í Reykjavík er fyrir atvinnulífið, sér í lagi á sviði tæknimenntunar þar sem þörfin er brýnust, er með ólíkindum að einna mest hafi hlutfallslega verið skorið niður í framlögum til HR. Niðurskurðurinn til HR er rúmlega 17% á sama tíma og niðurskurður til HÍ er ekki nema tæpt prósent og framlag á hvern ársnema hefur minnkað um 12% hjá HR en um 6% hjá HÍ og var samt lægra fyrir. Þessi munur er gríðarlega mikill og langt umfram það sem getur talist eðlilegt. Mesti niðurskurður til háskóla sem útskrifar flesta tæknimenntaða samræmist illa stefnu um að hér eigi að byggja upp öflugan tækni- og hugverkaiðnað. Skortur á tæknimenntuðu starfsfólki hamlar vexti atvinnulífs á Íslandi, verðmætasköpun og hagvexti. Til að snúa þeirri þróun við þarf að vinna markvisst að því að efla tæknimenntun í stað þess að veikja hana. Samtök iðnaðarins skora á stjórnvöld og Alþingi að snúa við ósanngjarnri og óskynsamlegri þróun og fjármagna HR svo skólinn geti haldið áfram að styðja við eflingu atvinnulífs með menntun, rannsóknum og nýsköpun.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun