Sjáumst! 22. nóvember 2012 06:00 Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endurskin. Ökumaður sér vegfaranda með endurskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfarendur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hangandi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikilvægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfarenda hefur aukist á síðustu árum. Hjólreiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskinsmerki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endurskin. Ökumaður sér vegfaranda með endurskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfarendur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hangandi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikilvægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfarenda hefur aukist á síðustu árum. Hjólreiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskinsmerki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar