Bygging nýs Landsspítala: Umræða og upplýsingagjöf í skötulíki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun