Hvað er best fyrir Ísland? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í þeirri umræðu sem nú fer fram hér á landi um Evrópusambandið vill það oft gleymast að það eru gildar ástæður fyrir því að stjórnvöld á Íslandi ákváðu að sækja um aðild að ESB. Meginástæðan er sú að það mun stuðla að efnahagslegum stöðugleika sem sárlega hefur skort hér á landi. Önnur mikilvæg ástæða er sú að við yrðum þá fullgildir þátttakendur í öllu samstarfi Evrópusambandsþjóða. Við Íslendingar getum auðvitað haldið áfram á sömu braut og verið hefur og lifað við sveiflur og kollsteypur, og látið eins og ekkert sé. Stóra verkefnið hlýtur hins vegar að vera að tryggja langtímastöðugleika og treysta umgjörð okkar efnahagslífs sem mest við megum. Aðild Íslands að ESB er valkostur í því efni, en þó aðeins ef við sýnum úthald og ljúkum viðræðunum. Ekki er ólíklegt að kjósa megi um aðildarsamning um mitt næsta kjörtímabil og þá verður vonandi það versta yfirstaðið í Evrópu og evrusamstarfið komið í traustar skorður. Tíminn vinnur með okkur en við verðum að leyfa honum að gera það.Leið að markmiði Aðild Íslands að ESB er ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að koma á langtímastöðugleika í íslensku efnahagslífi og skapa atvinnulífinu samkeppnishæf starfsskilyrði. Þannig aukum við fjárfestingu og hagvöxt, þannig geta sprotafyrirtæki vaxið og skapað fjölbreytt störf, og þannig tryggjum við samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Innri óstöðugleiki og ótraust umgjörð atvinnulífsins gerir fyrirtækjum landsins og fólki erfitt fyrir. Nokkur dæmi um það: n Síðastliðna 12 mánuði hefur verðbólga hér á landi verið 4,3% sem er mun hærra en í nágrannaríkjum okkar og veldur því að lán landsmanna og fyrirtækja hækka sem því nemur vegna verðtryggingarinnar. Há verðbólga rýrir kaupmátt og ýtir undir óábyrga kjarasamninga. n Vöruverð á dagvöru hefur hækkað um 60% á síðustu sex árum samkvæmt skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var fyrr á þessu ári. n Þjóðartekjur á mann eru langminnstar á Íslandi af öllum Norðurlandaríkjunum. Skv. lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þær nú 5,27 m.kr. á mann miðað við 7,34 m.kr. í Danmörku, þrátt fyrir allar auðlindirnar sem við eigum. n Fjárfesting er allt of lítil eða aðeins um 13% af landsframleiðslu. Þyrfti að hækka í a.m.k. 20%. n Krónan er áfram í gjörgæslu viðvarandi gjaldeyrishafta með tilheyrandi neikvæðum efnahagsáhrifum. Þetta þýðir óheilbrigt viðskiptaumhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er dýrt fyrir þjóðina að vera með gjaldeyrisvaraforða að láni – vaxtakostnaðurinn einn var um 33 milljarðar króna á árinu 2011.Umræðan verði öfgalaus Óbreytt ástand er ekki góður kostur. Að veikja stöðu Íslands með ótímabærri lokun á aðra valkosti, meðan ekki er vitað hvort þeir eru færir, er ekki rökrétt. Lítið gagnast að ræða Evrópumálin eins og trúarlegt málefni og láta stjórnast af tilfinningunum einum í afstöðu með eða á móti aðild, hvað þá aðildarviðræðum. Til að umræðan sé gagnleg þarf hún að vera öfgalaus. Íslensk fyrirtæki þurfa stöðugleika til að geta vaxið. Það hlýtur að vera sameiginlegt hagsmunamál þjóðarinnar að atvinnulífið eflist og lífskjör fólks batni. Það gerist þó ekki nema fyrirtækin eflist og geti boðið fólki áhugaverð störf og góð laun. Til að svo megi verða þarf samstöðu um þjóðarhagsmuni, festu í alþjóðasamskiptum og eflingu hagstjórnar á Íslandi. Þannig verða samkeppnishæfni og ásættanleg lífskjör þjóðarinnar tryggð til framtíðar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar