Ísland getur betur Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. desember 2012 15:45 Íslendingar losa 0,01% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Við munum vart leysa loftslagsvandann ein, enda er viðurkennt í loftslagssamningi SÞ að það verði aðeins gert í samvinnu ríkja heims. Við getum heldur ekki hlaupist undan merkjum, því krafa er gerð í samningnum um að öll ríki vinni að takmörkun losunar eftir getu og efnahag. Auðugt ríki eins og Ísland á að leggja sitt af mörkum. Við Íslendingar stöndum okkur bærilega í loftslagsmálum, samkvæmt nýlegri úttekt evrópskra umhverfisverndarsamtaka, sem segja Ísland vera í 14. sæti af þeim 58 löndum sem skoðuð voru. Slík tölfræði er ekki nákvæm vísindi – hins vegar má spyrja hvort Ísland hafi ekki forsendur til að taka sæti ofar í samanburðinum. Ísland býr við góða ímynd á mörgum sviðum umhverfismála, en við eigum að hafa metnað til að vera í fremstu röð. Græn ímynd er góð fyrir fyrirtæki og ferðaþjónustu. Heilbrigt umhverfi þýðir aukin lífsgæði. Vandinn kallar á nýsköpunLoftslagsvandinn kallar á nýsköpun og þar liggja tækifæri fyrir rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf. Íslendingar kunna vel að nýta jarðhita og hafa lengi deilt þeirri þekkingu í gegnum Jarðhitaskóla SÞ. Nú stendur fyrir dyrum stærsta þróunarverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, sem miðar að leit og nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Ýmis fyrirtæki vinna að loftslagsvænni tækni og má þar nefna Marorku, sem býður lausnir til að draga úr mengun frá skipum. Sveitarfélög vinna metangas úr urðunarstöðum og nýta á farartæki. Skógrækt og landgræðsla binda kolefni úr andrúmslofti í gróðri og jarðvegi. Í fremstu röðVistvænni lífsstíll er annar mikilvægur þáttur. Losun frá samgöngum er óvíða meiri á mann en á Íslandi. Bílaflotinn er stór og orkufrekur og byggð í þéttbýli er jafnan mjög dreifð yfir stórt svæði. Skipulag þarf að taka mið af umhverfissjónarmiðum því ferðavenjur geta skipt sköpum. Við getum notast við sparneytnari bíla, notað almenningssamgöngur meira og gengið og hjólað; allt stuðlar þetta að minni losun. Stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðarinnar og setja rammann um aðgerðir í loftslagsmálum. Við getum hins vegar lagt okkar af mörkum hvert og eitt. Ísland getur og á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslendingar losa 0,01% af gróðurhúsalofttegundum á heimsvísu. Við munum vart leysa loftslagsvandann ein, enda er viðurkennt í loftslagssamningi SÞ að það verði aðeins gert í samvinnu ríkja heims. Við getum heldur ekki hlaupist undan merkjum, því krafa er gerð í samningnum um að öll ríki vinni að takmörkun losunar eftir getu og efnahag. Auðugt ríki eins og Ísland á að leggja sitt af mörkum. Við Íslendingar stöndum okkur bærilega í loftslagsmálum, samkvæmt nýlegri úttekt evrópskra umhverfisverndarsamtaka, sem segja Ísland vera í 14. sæti af þeim 58 löndum sem skoðuð voru. Slík tölfræði er ekki nákvæm vísindi – hins vegar má spyrja hvort Ísland hafi ekki forsendur til að taka sæti ofar í samanburðinum. Ísland býr við góða ímynd á mörgum sviðum umhverfismála, en við eigum að hafa metnað til að vera í fremstu röð. Græn ímynd er góð fyrir fyrirtæki og ferðaþjónustu. Heilbrigt umhverfi þýðir aukin lífsgæði. Vandinn kallar á nýsköpunLoftslagsvandinn kallar á nýsköpun og þar liggja tækifæri fyrir rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf. Íslendingar kunna vel að nýta jarðhita og hafa lengi deilt þeirri þekkingu í gegnum Jarðhitaskóla SÞ. Nú stendur fyrir dyrum stærsta þróunarverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í, sem miðar að leit og nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Ýmis fyrirtæki vinna að loftslagsvænni tækni og má þar nefna Marorku, sem býður lausnir til að draga úr mengun frá skipum. Sveitarfélög vinna metangas úr urðunarstöðum og nýta á farartæki. Skógrækt og landgræðsla binda kolefni úr andrúmslofti í gróðri og jarðvegi. Í fremstu röðVistvænni lífsstíll er annar mikilvægur þáttur. Losun frá samgöngum er óvíða meiri á mann en á Íslandi. Bílaflotinn er stór og orkufrekur og byggð í þéttbýli er jafnan mjög dreifð yfir stórt svæði. Skipulag þarf að taka mið af umhverfissjónarmiðum því ferðavenjur geta skipt sköpum. Við getum notast við sparneytnari bíla, notað almenningssamgöngur meira og gengið og hjólað; allt stuðlar þetta að minni losun. Stjórnvöld bera meginþunga ábyrgðarinnar og setja rammann um aðgerðir í loftslagsmálum. Við getum hins vegar lagt okkar af mörkum hvert og eitt. Ísland getur og á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun