Jólabón til Jóns Gnarr 19. desember 2012 06:00 Jón Gnarr borgarstjóri ritaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína um helgina þar sem hann lýsir andúð sinni á fordómum í garð samkynhneigðra. „Við ættum að hætta að líta á homma-fóbíu sem fóbíu. Er til eitthvað sem heitir svertingja-fóbía? Nei, það kallast rasismi ... Hommafóbía er ekki ótti heldur hatur. Sá sem haldinn er homma-fóbíu er ekki fórnarlambið heldur gerandinn." Borgarstjóri Reykjavíkur hefur verið ötull baráttumaður hagsmuna samkynhneigðra, hóps sem ekki hefur átt sér marga háværa eða áberandi talsmenn hér á landi. Á tímum er stjórnmálamenn eru tregir til að taka pólitíska áhættu og þynna heldur út skoðanir sínar svo þær þóknist sem flestum er þessi afdráttarlausa afstaða Jóns Gnarr þeim mun virðingarverðari. Fyrr á árinu sendi Jón borgarstjóra Moskvu bréf þar sem hann hvatti kollega sinn til að leyfa gleðigöngu samkynhneigðra um borgina, en lagt hefur verið bann við að hún verði haldin þar næstu 100 árin. Nú þegar landsmenn eru með pennann á lofti við jólakortaskrif langar mig til að bera fram við Jón Gnarr jólaósk um að hann skrifi eitt jólakort í sama anda og bréfið til borgarstjóra Moskvu. Að þessu sinni er áfangastaður sendibréfsins hins vegar nær heimahögunum. Skilyrt umburðarlyndi Kirkjan breiðir nú út jólaboðskapinn af kappi. Eins og hefðin kveður á um felst hann í hvatningu um að við séum góð hvert við annað og sýnum hvert öðru umburðarlyndi. Þetta er fallegur boðskapur sem flestir, trúaðir jafnt sem trúlausir, geta skrifað upp á. Stundum er þó eins og kirkjunnar menn kjósi að hunsa eigin siðferðisboðskap. Þær stórfréttir bárust heimsbyggðinni í síðustu viku að Benedikt XVI páfi væri stiginn inn í 21. öldina. Hvað verðskuldaði svo bratta yfirlýsingu: Hugðist hann heimila notkun á getnaðarvörnum? Leggja blessun sína yfir fóstureyðingar? Nei. Hann er kominn á Twitter. Hann var hins vegar ekki lengi að binda enda á vonir um að hann hygðist taka öðrum þáttum samtímans jafnopnum örmum. Tveimur dögum eftir að hann heilsaði á samfélagssíðunni með því að blessa lesendur hennar „frá hjartanu" sendi páfi frá sér friðarboðskap fyrir árið 2013. Þar fordæmdi hann hjónabönd samkynhneigðra, sem hann sagði ógna „réttlæti og friði" í heiminum og hvatti hann ríkisstjórnir til að spyrna fótum við þeim. Eins og í friðarboðskap páfa virðist umburðarlyndið sem forsvarsmenn kristninnar boða í mörgum tilfellum skilyrt. Og þar er Íslenska þjóðkirkjan engin undantekning. Bak við skrúðugar hempur Nýr biskup var kjörinn á árinu. Spurð um viðhorf til hjónabands samkynhneigðra af Fréttablaðinu í aðdraganda kjörsins kvaðst frú Agnes M. Sigurðardóttir ekki hafa gefið saman samkynhneigð pör en hún myndi gera það væri hún beðin. Hún lagði þó áherslu á að samviskufrelsi presta yrði virt og prestar yrðu ekki þvingaðir til að vinna verk sem samviska þeirra leyfði ekki. Að höfuð stofnunar sem boðar umburðarlyndi og ást af þverhníptum siðferðisstalli skuli verja svo blákalt rétt kirkjunnar til að mismuna fólki eftir kynhneigð er ekkert annað en óskammfeilni og hræsni. Engum öðrum, hvorki einkafyrirtæki né annarri opinberri stofnun, leyfðist að gera svo upp á milli fólks; engum öðrum er gefin slík undanþága frá því að virða mannréttindi. Verslunarmaður ræður ekki hvern hann afgreiðir í búð sinni. Hann gæti ekki neitað að afgreiða samkynhneigða. Ekki frekar en svertingja eða gyðinga. Það er aðeins prestastéttin sem fær að skýla sér og fordómum sínum bak við skrúðugar hempur. Gjöf í anda jólanna Í Reykjavík eru rúmlega tuttugu sóknir á vegum þjóðkirkjunnar. Prestum þeirra er það í sjálfsvald sett hvort þeir gefi saman samkynhneigða. Ég biðla til Jóns Gnarr, sem áður hefur mundað pennann svo lipurlega til varnar samkynhneigðum, um að senda biskupi Íslands jólakort og hvetja hana til að láta tafarlaust af mismunun kirkjunnar á forsendum kynhneigðar. Prestar eiga ekki að hafa rétt til að neita samkynhneigðum um þjónustu sína frekar en aðrir. Nær væri ef kirkjan gengi fram með góðu fordæmi: Í stað þess að boða umburðarlyndi í orði öðrum til handa, að sýna hana sjálf á borði. Þeir prestar sem ekki gætu hugsað sér að virða mannréttindi samkynhneigðra ættu einfaldlega að finna sér annan starfa. Talsmenn þjóðkirkjunnar virðast ár hvert hafa miklar áhyggjur af því að andi jólanna glatist í neysluhyggju og of mörgum ferðum í Kringluna. Þjóðkirkjan gæti ekki fært landsmönnum jólagjöf sem fangaði anda jólanna betur en loforð um að láta jafnt yfir alla ganga – og slík gjöf krefðist ekki einnar einustu heimsóknar í Kringluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri ritaði harðorða færslu á Facebook-síðu sína um helgina þar sem hann lýsir andúð sinni á fordómum í garð samkynhneigðra. „Við ættum að hætta að líta á homma-fóbíu sem fóbíu. Er til eitthvað sem heitir svertingja-fóbía? Nei, það kallast rasismi ... Hommafóbía er ekki ótti heldur hatur. Sá sem haldinn er homma-fóbíu er ekki fórnarlambið heldur gerandinn." Borgarstjóri Reykjavíkur hefur verið ötull baráttumaður hagsmuna samkynhneigðra, hóps sem ekki hefur átt sér marga háværa eða áberandi talsmenn hér á landi. Á tímum er stjórnmálamenn eru tregir til að taka pólitíska áhættu og þynna heldur út skoðanir sínar svo þær þóknist sem flestum er þessi afdráttarlausa afstaða Jóns Gnarr þeim mun virðingarverðari. Fyrr á árinu sendi Jón borgarstjóra Moskvu bréf þar sem hann hvatti kollega sinn til að leyfa gleðigöngu samkynhneigðra um borgina, en lagt hefur verið bann við að hún verði haldin þar næstu 100 árin. Nú þegar landsmenn eru með pennann á lofti við jólakortaskrif langar mig til að bera fram við Jón Gnarr jólaósk um að hann skrifi eitt jólakort í sama anda og bréfið til borgarstjóra Moskvu. Að þessu sinni er áfangastaður sendibréfsins hins vegar nær heimahögunum. Skilyrt umburðarlyndi Kirkjan breiðir nú út jólaboðskapinn af kappi. Eins og hefðin kveður á um felst hann í hvatningu um að við séum góð hvert við annað og sýnum hvert öðru umburðarlyndi. Þetta er fallegur boðskapur sem flestir, trúaðir jafnt sem trúlausir, geta skrifað upp á. Stundum er þó eins og kirkjunnar menn kjósi að hunsa eigin siðferðisboðskap. Þær stórfréttir bárust heimsbyggðinni í síðustu viku að Benedikt XVI páfi væri stiginn inn í 21. öldina. Hvað verðskuldaði svo bratta yfirlýsingu: Hugðist hann heimila notkun á getnaðarvörnum? Leggja blessun sína yfir fóstureyðingar? Nei. Hann er kominn á Twitter. Hann var hins vegar ekki lengi að binda enda á vonir um að hann hygðist taka öðrum þáttum samtímans jafnopnum örmum. Tveimur dögum eftir að hann heilsaði á samfélagssíðunni með því að blessa lesendur hennar „frá hjartanu" sendi páfi frá sér friðarboðskap fyrir árið 2013. Þar fordæmdi hann hjónabönd samkynhneigðra, sem hann sagði ógna „réttlæti og friði" í heiminum og hvatti hann ríkisstjórnir til að spyrna fótum við þeim. Eins og í friðarboðskap páfa virðist umburðarlyndið sem forsvarsmenn kristninnar boða í mörgum tilfellum skilyrt. Og þar er Íslenska þjóðkirkjan engin undantekning. Bak við skrúðugar hempur Nýr biskup var kjörinn á árinu. Spurð um viðhorf til hjónabands samkynhneigðra af Fréttablaðinu í aðdraganda kjörsins kvaðst frú Agnes M. Sigurðardóttir ekki hafa gefið saman samkynhneigð pör en hún myndi gera það væri hún beðin. Hún lagði þó áherslu á að samviskufrelsi presta yrði virt og prestar yrðu ekki þvingaðir til að vinna verk sem samviska þeirra leyfði ekki. Að höfuð stofnunar sem boðar umburðarlyndi og ást af þverhníptum siðferðisstalli skuli verja svo blákalt rétt kirkjunnar til að mismuna fólki eftir kynhneigð er ekkert annað en óskammfeilni og hræsni. Engum öðrum, hvorki einkafyrirtæki né annarri opinberri stofnun, leyfðist að gera svo upp á milli fólks; engum öðrum er gefin slík undanþága frá því að virða mannréttindi. Verslunarmaður ræður ekki hvern hann afgreiðir í búð sinni. Hann gæti ekki neitað að afgreiða samkynhneigða. Ekki frekar en svertingja eða gyðinga. Það er aðeins prestastéttin sem fær að skýla sér og fordómum sínum bak við skrúðugar hempur. Gjöf í anda jólanna Í Reykjavík eru rúmlega tuttugu sóknir á vegum þjóðkirkjunnar. Prestum þeirra er það í sjálfsvald sett hvort þeir gefi saman samkynhneigða. Ég biðla til Jóns Gnarr, sem áður hefur mundað pennann svo lipurlega til varnar samkynhneigðum, um að senda biskupi Íslands jólakort og hvetja hana til að láta tafarlaust af mismunun kirkjunnar á forsendum kynhneigðar. Prestar eiga ekki að hafa rétt til að neita samkynhneigðum um þjónustu sína frekar en aðrir. Nær væri ef kirkjan gengi fram með góðu fordæmi: Í stað þess að boða umburðarlyndi í orði öðrum til handa, að sýna hana sjálf á borði. Þeir prestar sem ekki gætu hugsað sér að virða mannréttindi samkynhneigðra ættu einfaldlega að finna sér annan starfa. Talsmenn þjóðkirkjunnar virðast ár hvert hafa miklar áhyggjur af því að andi jólanna glatist í neysluhyggju og of mörgum ferðum í Kringluna. Þjóðkirkjan gæti ekki fært landsmönnum jólagjöf sem fangaði anda jólanna betur en loforð um að láta jafnt yfir alla ganga – og slík gjöf krefðist ekki einnar einustu heimsóknar í Kringluna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun