Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2013 19:58 „Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey. Þáttinn má sjá hér að ofan. Ásamt eiginmanni sínum, Ágústi Þórarinssyni, fylgist Guðrún með því í Vestmannaeyjum þessa dagana þegar, vegna hins nýja Eldheimasafns, verið er að moka öskunni ofan af rústum hússins sem þau neyddust til að flýja fyrir fjörutíu árum. Hús þeirra stóð við Gerðisbraut og var með þeim sem fóru á kaf á fyrstu dögum eldgossins. Guðrún átti aldrei eftir að sjá heimili sitt eftir gosnóttina. 1-2 árum eftir gosið, þegar verið var að moka ösku á svæðinu og húsinu var rutt niður, tókst Ágústi þó að ná í skartgripaskrín sem verið hafði í svefnherbergisglugganum. Þar endurheimtust ættardýrgripir, eins og gamalt vasaúr, sem afi Ágústar og nafni átti, og skartgripir sem Guðrún fékk í fermingargjöf. Núna eru þessir munir í þeirra huga með því dýrmætasta sem þau eiga og einu gripirnir af þessu tagi sem þau eiga til minja. Þau hófu að byggja húsið við Gerðisbraut árið 1968 og höfðu búið í því í tvö ár þegar gosið hófst. Athygli vekur að málningin utan á húsinu virðist hafa haldist ótrúlega vel þessi 40 ár undir öskunni og Ágúst kallar hana hraunmálningu. Í kjallaranum undir rústum hússins gætu enn leynst hlutir sem urðu eftir þegar húsið grófst í ösku. Ágúst telur hins vegar ólíklegt að eitthvað af því sé enn heillegt. Guðrún veltir því hins vegar fyrir sér hvort barnavagninn þeirra eigi eftir að koma ljós. Næsta sunnudag verður haldið áfram að segja sögur af gosinu en þá rifja Eyjamenn meðal annars upp minningarnar um landið og byggðina sem hurfu undir hraun. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09 Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. 2. febrúar 2013 16:23 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey. Þáttinn má sjá hér að ofan. Ásamt eiginmanni sínum, Ágústi Þórarinssyni, fylgist Guðrún með því í Vestmannaeyjum þessa dagana þegar, vegna hins nýja Eldheimasafns, verið er að moka öskunni ofan af rústum hússins sem þau neyddust til að flýja fyrir fjörutíu árum. Hús þeirra stóð við Gerðisbraut og var með þeim sem fóru á kaf á fyrstu dögum eldgossins. Guðrún átti aldrei eftir að sjá heimili sitt eftir gosnóttina. 1-2 árum eftir gosið, þegar verið var að moka ösku á svæðinu og húsinu var rutt niður, tókst Ágústi þó að ná í skartgripaskrín sem verið hafði í svefnherbergisglugganum. Þar endurheimtust ættardýrgripir, eins og gamalt vasaúr, sem afi Ágústar og nafni átti, og skartgripir sem Guðrún fékk í fermingargjöf. Núna eru þessir munir í þeirra huga með því dýrmætasta sem þau eiga og einu gripirnir af þessu tagi sem þau eiga til minja. Þau hófu að byggja húsið við Gerðisbraut árið 1968 og höfðu búið í því í tvö ár þegar gosið hófst. Athygli vekur að málningin utan á húsinu virðist hafa haldist ótrúlega vel þessi 40 ár undir öskunni og Ágúst kallar hana hraunmálningu. Í kjallaranum undir rústum hússins gætu enn leynst hlutir sem urðu eftir þegar húsið grófst í ösku. Ágúst telur hins vegar ólíklegt að eitthvað af því sé enn heillegt. Guðrún veltir því hins vegar fyrir sér hvort barnavagninn þeirra eigi eftir að koma ljós. Næsta sunnudag verður haldið áfram að segja sögur af gosinu en þá rifja Eyjamenn meðal annars upp minningarnar um landið og byggðina sem hurfu undir hraun.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09 Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. 2. febrúar 2013 16:23 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09
Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. 2. febrúar 2013 16:23
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30
Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. 20. janúar 2013 11:30