Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2013 19:59 Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967. Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld hvatti ungur Húsvíkingur til þess að minnisvarði verði reistur í Þingeyjarsýslum um æfingar Neil Armstrongs og félaga á Íslandi fyrir tunglferðirnar. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Þegar Neil Armstrong lést í fyrra var rifjað upp að hann var í hópi Apollo-geimfaranna sem komu til Íslands til þjálfunar fyrir tunglferðirnar sögulegu. Ísland var eina landið utan Bandaríkjanna sem NASA notaði í þessu skyni og vill Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms árin 1965 og 1967. Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum árð 1967.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Svo vill til að varðveist hafa ýmsir munir frá Íslandsdvöl geimfaranna, til dæmis mataráhöldin sem þeir notuðu í Öskju, og spúnarnir sem Neil Armstrong notaði við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu. Og skrín í eigu Péturs Guðmundssonar, fyrrverandi flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, geymir eina peninginn sem farið hefur í tunglferð, íslenskan 25-eyring. Geimfarinn Bill Anders, sem kynnst hafði Pétri þegar hann gegndi hermennsku á Keflavíkurflugvelli, hafði fengið 25-eyringinn að gjöf frá þessum íslenska vini sínum og tók hann með í ferð Apollo 8 umhverfis tunglið.Neil Armstrong veiðir í Laxá í Mývatnssveit.Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri.Örlygur Hnefill vill renna fleiri stoðum undir ferðaþjónustuna og ein hugmyndin er að gera Húsavík að miðstöð könnunarsögu. Tunglferðirnar séu einn þátturinn og tengist Þingeyjarsýslum og hvetur Örlygur til þess að minnisvarði verðir reistur um æfingar Apollo-geimfaranna, til dæmis stytta af Neil Armstrong í tungllandslagi á Íslandi.Armstrong og félagar snæða nesti í Öskju ásamt jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni.Tveimur árum eftir að þessar myndir voru teknar á Íslandi steig Neil Armstrong, fyrstur manna, fæti á tunglið.Geimfaraefnin við Grjótagjá í Mývatnssveit sumarið 1967.
Geimurinn Norðurþing Um land allt Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira