„Dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar“ Höskuldur Kári Schram skrifar 31. mars 2013 12:06 Mynd/Örn Arnarson Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap." Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í sinubruna í miðri sumarhúsabyggð í Hvammi í Skorradal í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir að maðurinn hafi stofnað lífi fólks á svæðinu í hættu og vill að hann verði ákærður. Allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar var kallað á svæðið á tíunda tímanum í gær eftir að eldsins varð vart. Eldurinn kom upp í sinu í miðri sumarhúsabyggð og breiddist hratt út. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og var búið að slökkva eldinn um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. „Það var sumarbústaðaeigandi sem fannst einhver veruleg ástæða til að skemmta sér með flugeldaskothríð sem er náttúrulega þvílíkur dómgreindarskortur. Það var búið að senda út tilkynningu á alla sumarhúsaeigendur þarna að sýna sérstaka aðgát vegna þurrka og veðurfars. Þetta er dæmalaust að menn séu svona miklir vanvitar að gera þetta. Þetta er náttúrulega tilræði við aðra sem eru þarna staddir og eiga allt sitt undir því að ekki fari illa og maður hugsar til þess með hryllingi ef þetta hefði verið örlítið seinna og fólk gengið til náða." Um tvö til þrjú þúsund fermetrar af gróðurlendi urðu eldinum að bráð. Veður var gott á svæðinu þegar eldurinn kom upp og ekki mikill vindur.Mynd/Örn ArnarsonEn telur Bjarni að fólk hafi verið í hættu? „Það hefði getað verið í hættu eins og ég segi. Hefði þetta gerst seinna, einum til tveimur tímum seinna þá getur þú bara sagt þér það sjálfur. Fólk lokast af, það er ekki nema ein leið inn á svæðið. Þetta er í brattlendi. Það er afleggjari inn í hverfið og fólk kemst ekki burt. Það er annað hvort að flýja niður að vatni eða reyna bjarga sér hver sem best getur. Þetta er eins og ég segi tilræði við líf og heilsu fólks og á að meðhöndla sem slíkt." Bjarni á von á því að maðurinn verði ákærður. „Ég vænti þess að sýslumaður birti honum ákæru. Þetta er brot á vopnalögum. Það er bannað að skjóta flugeldum á þessum tíma. Ég reikna með því að við reynum að sækja á hann með bætur og fá hann til að taka þátt í kostnaði. Það er ekki ásættanlegt að það sé verið að sólunda skattpeningum almennings í slökkvistörf sem eru bara fyrir eintóman bölvaðan barnaskap."
Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira