Þrenna hjá Ronaldo - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2013 18:15 Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Mynd/AFP Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Stórliðin lentu flest ekki í miklum vandræðum í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór af stað. Bayern München, Real Madrid, Paris Saint-Germain og bæði Manchester-liðin unnu öll sannfærandi sigra. Cristiano Ronaldo var maður kvöldsins en hann skoraði þrennu í sigri Real Madrid í Tyrklandi.Wayne Rooney skoraði tvö og lagði upp eitt þegar Manchester United vann öruggan 4-2 sigur á þýska liðinu Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Það er því ljóst að Rooney kann vel við sig með nýju höfuðhlífina sína.Manchester City er strax búið að gera betur í Meistaradeildinni en síðustu tvö ár en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í kvöld. Manchester City gerði út um leikinn með þremur mínútum á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiksins.Bayern byrjar titilvörnina vel en liðið vann 3-0 sigur á rússneska liðinu CSKA Moskvu í kvöld. David Alaba skoraði fyrsta markið úr aukaspyrnu strax á 4. mínútu og þeir Mario Mandžukić og Arjen Robben bættu svo mörkum við.Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og Karim Benzema var með tvö mörk þegar Real Madrid vann 6-1 útisigur á Galatasaray en Ronaldo átti þátt í fjórum síðustu mörkum spænska liðsins. Iker Casillas byrjaði í marki Real Madrid en þurfti að fara meiddur af velli strax á 15. mínútu. Hinn ungi Isco skoraði fyrsta markið og hann lagði einnig upp annað mark Ronaldo.Paris Saint-Germain byrjaði vel með 4-1 útisigri á gríska liðinu Olympiakos. Édinson Cavani kom Paris Saint-Germain í 0-1 eftir sendingu frá Zlatan Ibrahimović en Vladimír Weiss jafnaði fyrir Olympiakos. Thiago Motta reddaði PSG með tveimur mörkum með fimm mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Ítalinn skoraði þau bæði eftir stosðendingar frá varamanninum Ezequiel Lavezzi. Motta lagði ennfremur upp lokamarkið fyrir Marquinhos.Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn með FC Kaupmannahöfn og Rúrik Gíslason kom inn á 69. mínútu þegar danska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Juventus í fyrsta leik liðann í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Danska liðið var yfir í 40 mínútur en gat þakkað markmanni sínum Johan Wiland að Juve náði ekki að tryggja sér sigur í leiknum því Carlos Tevez og félagar fengu mörg góð færi í kvöld.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillManchester United - Bayer 04 Leverkusen 4-2 1-0 Wayne Rooney (22.), 1-1 Simon Rolfes (54.), 2-1 Robin van Persie (59.), 3-1 Wayne Rooney (70.), 4-1 Antonio Valencia (79.), 4-2 Ömer Toprak (88.)Real Sociedad - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Alex Teixeira (65.), 0-2 Alex Teixeira (87.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Juventus 1-1 1-0 Nicolai Jørgensen (14.), 1-1 Fabio Quagliarella (54.)Galatasaray - Real Madrid 1-6 0-1 Isco (33.), 0-2 Karim Benzema (54.), 0-3 Cristiano Ronaldo (63.), 0-4 Cristiano Ronaldo (66.), 0-5 Karim Benzema (81.), 1-5 Umut Bulut (84.), 1-6 Cristiano Ronaldo (90.+1).C-riðillBenfica - Anderlecht 2-0 1-0 Filip Djuricic (4.), 2-0 Luisão (30.).Olympiakos - Paris Saint-Germain 1-4 0-1 Édinson Cavani (19.), 1-1 Vladimír Weiss (25.), 1-2 Thiago Motta (68.), 1-3 Thiago Motta (73.), 1-4 Marquinhos (86.)D-riðillBayern München - CSKA Moskva 3-0 1-0 David Alaba (4.), 2-0 Mario Mandžukić (41.), 3-0 Arjen Robben (68.)Viktoria Plzen - Manchester City 0-3 0-1 Edin Džeko (48.), 0-2 Yaya Touré (53.), 0-3 Sergio Agüero (58.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira