Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Boði Logason skrifar 26. september 2013 17:18 Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn. Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn.
Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18
"Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30