Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FC Zorkiy 1-2 Jón Stefán Jónsson á Þórsvellinum skrifar 9. október 2013 11:38 Þór/KA mátti sætta sig við tap, 1-2, á heimavelli í dag gegn rússneska liðinu FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Húsvíkingurinn Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði mark norðankvenna í lok leiksins og minnkaði þar muninn í 1-2. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en klaufagangur og einstaklingsmistök hjá leikmönnum Þórs/KA í fyrri hálfleik varð til þess að gestirnir leiddu 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja eftir fyrri hálfleikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir átti besta færi Þórs/KA í fyrri hálfleik en skalli hennar snemma leiks í stöðunni 0-0 hafnaði í þverslá Zorky marksins. Svetlana Tsikikova skoraði fyrst mark leiksins fyrir gestina á 23. mínútu er fyrirgjöf hennar utarlega úr teignum fór yfir Victoriu Alonso í marki Þórs/KA og datt í fjærhornið. Nokkru síðar eða á 37. mínutu skoraði Elena Morozova annað mark Zorkiy eftir hraða sókn gestanna. Þór/KA missti boltann á slæmum stað og eftir þrjár sendingar upp völlinn hjá þeim rússnesku lá boltinn í markinu er Morozova kláraði fína fyrirgjöf Virá Diátel. Síðari hálfleikur var rólegur, Zorky-stúlkur sóttu meir og áttu nokkur ákjósanleg færi til að gera út um leikinn, meðal annars sláarskot en tókst það sem betur fer ekki fyrir Þór/KA. Heimastúlkur minnkuðu svo muninn með marki Hafrúnar Olgeirsdóttur er hún potaði boltanum í netið eftir eftir fyrirgjöf Thanai Annis. Úrslitin þýða að Þór/KA þarf að allavega að skora tvö mörk í Rússlandi til að fara áfram í keppninni, en síðari leikurinn í einvígi liðanna fer fram í Rússlandi eftir viku. Þórs/KA stúlkur geta nagað sig í handabökin að hafa ekki gert betur í leiknum í dag. Mörkin sem þær fengu á sig voru klaufaleg og auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau með betri einbeitingu. Að sama skapi hefðu þær getað skapað sér fleiri færi með örlítið meiri yfirvegun er liðið hafði boltann. Töluvert var um sendingamistök og fljótfærni sem annars einkennir ekki þetta sterka sóknarlið. Heilt yfir má segja að Þór/KA getur mun betur en liðið gerði í dag en hafa skal þó í huga að nú er tæpur mánuður síðan Pepsí-deild kvenna lauk og sást það greinilega á leik norðanstúlkna í dag að þær höfðu ekki spilað alvöru leik í töluverðan tíma. Með góðum varnarleik í leiknum ytra getur Þór/KA hæglega náð hagstæðum úrslitum sýni liðið sitt rétta andlit.Jóhann Kristinn: Einstaklingsmistökin urðu okkur að falli „Ég er bæði sáttur og ósáttur við leikinn í dag, lengst af gerðum gerðum við það sem við ætluðum okkur að gera en einstaklingsmistökin urðu okkur að falli í þessum leik. Þar vinnur hitt liðið, þær gera ekki svona mikið af einstaklingsmistökum og láta ekki hafa áhrif á sig þó svo að þær geri örfá klaufamistök en við létum mistökin hafa áhrif á okkur,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir ósigur liðsins gegn Zorkiy í Meistaradeild Evrópu. Heyra mátti á honum að hann átti von á Zorkiy liðinu sterkara en það var í leiknum. „Þetta er vel smurt og agað atvinnumannalið sem er þokkalegt í fótbolta. Ég átti von á meira afgerandi leikmönnum hjá þeim sem myndu brjóta þetta meira upp og hreinlega slátra okkur í stöðunni 2-0 en það gerðist ekki. Þvert á móti kom mér kannski aðeins á óvart að þær skyldu leyfa okkur að sækja svona mikið í seinni hálfleik undan golunni.“ Ljóst er að róðurinn hjá Þór/KA verður þungur í Rússlandi eftir viku en Jóhann Kristinn er síður en svo svartsýnn. „Möguleikar okkar í seinni leiknum liggja fyrst og fremst í því að halda hreinu í leiknum og skora helst í fyrri hálfleik. Ef það tekst er allt opið í þessu, við getum svo sannarlega skorað tvö mörk á þetta lið,“ sagði Jóhann að lokum.Hafrún: Zorkiy alls ekki sterkara lið en við Hafrún Olgeirsdóttir, markaskorari Þórs/KA, í dag segir liðið eiga fína möguleika ytra gegn Zorkiy. „Það er allt opið í þessu, þær unnu 2-1 hér og ég sé okkur alveg fara þarna út og vinna þær þar,“ sagði Hafrún brött eftir leik í dag. Hún hræðist ekki að fara til Rússlands. „Zorkiy er alls ekki sterkara en lið en við og mér fannst í stöðunni 2-0 að sú staða gæfi engan vegin rétta mynd af leiknum en þetta voru klaufaleg mörk sem við vorum að gefa og góð lið nýta sér mistök andstæðinganna.“ „Heilt yfir er ég ekki ósátt við okkar leik í dag, nema hvernig við brugðumst við þessum mörkum, hengdum svolítið haus og vorum lengi í gang eftir þau.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Þór/KA mátti sætta sig við tap, 1-2, á heimavelli í dag gegn rússneska liðinu FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Húsvíkingurinn Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði mark norðankvenna í lok leiksins og minnkaði þar muninn í 1-2. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en klaufagangur og einstaklingsmistök hjá leikmönnum Þórs/KA í fyrri hálfleik varð til þess að gestirnir leiddu 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja eftir fyrri hálfleikinn. Katrín Ásbjörnsdóttir átti besta færi Þórs/KA í fyrri hálfleik en skalli hennar snemma leiks í stöðunni 0-0 hafnaði í þverslá Zorky marksins. Svetlana Tsikikova skoraði fyrst mark leiksins fyrir gestina á 23. mínútu er fyrirgjöf hennar utarlega úr teignum fór yfir Victoriu Alonso í marki Þórs/KA og datt í fjærhornið. Nokkru síðar eða á 37. mínutu skoraði Elena Morozova annað mark Zorkiy eftir hraða sókn gestanna. Þór/KA missti boltann á slæmum stað og eftir þrjár sendingar upp völlinn hjá þeim rússnesku lá boltinn í markinu er Morozova kláraði fína fyrirgjöf Virá Diátel. Síðari hálfleikur var rólegur, Zorky-stúlkur sóttu meir og áttu nokkur ákjósanleg færi til að gera út um leikinn, meðal annars sláarskot en tókst það sem betur fer ekki fyrir Þór/KA. Heimastúlkur minnkuðu svo muninn með marki Hafrúnar Olgeirsdóttur er hún potaði boltanum í netið eftir eftir fyrirgjöf Thanai Annis. Úrslitin þýða að Þór/KA þarf að allavega að skora tvö mörk í Rússlandi til að fara áfram í keppninni, en síðari leikurinn í einvígi liðanna fer fram í Rússlandi eftir viku. Þórs/KA stúlkur geta nagað sig í handabökin að hafa ekki gert betur í leiknum í dag. Mörkin sem þær fengu á sig voru klaufaleg og auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau með betri einbeitingu. Að sama skapi hefðu þær getað skapað sér fleiri færi með örlítið meiri yfirvegun er liðið hafði boltann. Töluvert var um sendingamistök og fljótfærni sem annars einkennir ekki þetta sterka sóknarlið. Heilt yfir má segja að Þór/KA getur mun betur en liðið gerði í dag en hafa skal þó í huga að nú er tæpur mánuður síðan Pepsí-deild kvenna lauk og sást það greinilega á leik norðanstúlkna í dag að þær höfðu ekki spilað alvöru leik í töluverðan tíma. Með góðum varnarleik í leiknum ytra getur Þór/KA hæglega náð hagstæðum úrslitum sýni liðið sitt rétta andlit.Jóhann Kristinn: Einstaklingsmistökin urðu okkur að falli „Ég er bæði sáttur og ósáttur við leikinn í dag, lengst af gerðum gerðum við það sem við ætluðum okkur að gera en einstaklingsmistökin urðu okkur að falli í þessum leik. Þar vinnur hitt liðið, þær gera ekki svona mikið af einstaklingsmistökum og láta ekki hafa áhrif á sig þó svo að þær geri örfá klaufamistök en við létum mistökin hafa áhrif á okkur,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir ósigur liðsins gegn Zorkiy í Meistaradeild Evrópu. Heyra mátti á honum að hann átti von á Zorkiy liðinu sterkara en það var í leiknum. „Þetta er vel smurt og agað atvinnumannalið sem er þokkalegt í fótbolta. Ég átti von á meira afgerandi leikmönnum hjá þeim sem myndu brjóta þetta meira upp og hreinlega slátra okkur í stöðunni 2-0 en það gerðist ekki. Þvert á móti kom mér kannski aðeins á óvart að þær skyldu leyfa okkur að sækja svona mikið í seinni hálfleik undan golunni.“ Ljóst er að róðurinn hjá Þór/KA verður þungur í Rússlandi eftir viku en Jóhann Kristinn er síður en svo svartsýnn. „Möguleikar okkar í seinni leiknum liggja fyrst og fremst í því að halda hreinu í leiknum og skora helst í fyrri hálfleik. Ef það tekst er allt opið í þessu, við getum svo sannarlega skorað tvö mörk á þetta lið,“ sagði Jóhann að lokum.Hafrún: Zorkiy alls ekki sterkara lið en við Hafrún Olgeirsdóttir, markaskorari Þórs/KA, í dag segir liðið eiga fína möguleika ytra gegn Zorkiy. „Það er allt opið í þessu, þær unnu 2-1 hér og ég sé okkur alveg fara þarna út og vinna þær þar,“ sagði Hafrún brött eftir leik í dag. Hún hræðist ekki að fara til Rússlands. „Zorkiy er alls ekki sterkara en lið en við og mér fannst í stöðunni 2-0 að sú staða gæfi engan vegin rétta mynd af leiknum en þetta voru klaufaleg mörk sem við vorum að gefa og góð lið nýta sér mistök andstæðinganna.“ „Heilt yfir er ég ekki ósátt við okkar leik í dag, nema hvernig við brugðumst við þessum mörkum, hengdum svolítið haus og vorum lengi í gang eftir þau.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira