Keyrum þetta í gang Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar