Gylliboð og galdralausnir Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flestir þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingiskosninga næsta vor eru sammála um að setja þurfi í forgang að leysa skuldavanda heimilanna. Há greiðslubyrði stökkbreyttra lána, síaukin skattbyrði, hækkandi vöruverð og fá atvinnutækifæri hafa þau áhrif að kaupmáttur heimilanna rýrnar stöðugt og venjulegt fólk á fullt í fangi með að halda sér á floti. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er hversu langt sumir flokkarnir ganga í því að bjóða gylliboð og galdralausnir sem ekki hafa verið hugsaðar til enda. Sumir þessara flokka komast t.d. upp með að slá um sig frösum sem líklegt má telja að fólk vilji heyra, líkt og „látum auðmenn borga brúsann“, „afnemum verðtrygginguna“ eða „lækkum verðtryggð húsnæðislán“, án þess að vera krafðir skýringa á því hvernig uppfylla eigi þessi loforð eða hvaða keðjuverkun það hrindir af stað í hagkerfinu. Hver man ekki eftir kosningafrasa Framsóknarflokksins hér um árið þegar framsóknarmenn börðu sér á brjóst og stuðluðu að því að bjóða fólki 90% húsnæðislán? Hvaða afleiðingar hafði það? Jú, fólk fékk að taka hærra lán sem hafði þau einu áhrif að fasteignaverð hækkaði samhliða. Þetta kosningaloforð var því bjarnargreiði fyrir marga og nú lofar sami flokkur að hann láti þessi lán hverfa. Margir eru því miður í þeirri stöðu í dag að vera orðnir það langeygir eftir lausnum og hafa það litla trú á framtíðinni að þeir eru nánast reiðubúnir að stökkva á hvað sem er. Sama hversu ótrúlega það hljómar, það getur ekki verið verra en núverandi ástand. En það er bara ekki rétt. Við búum í mjög viðkvæmu hagkerfi sem er í dag varið með verðtryggingu og höftum og allar aðgerðir sem miða að því að koma okkur á réttan kjöl verða að vera úthugsaðar og öfgalausar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram tillögur að slíkum aðgerðum sem allar miða að því að létta á greiðslubyrði heimilanna og lækka skuldir. Engar öfgar, engin gylliboð, bara raunhæfar lausnir. Þessar lausnir voru kynntar á síðasta landsfundi og fela m.a. í sér skattaafslátt til að auðvelda afborganir af húsnæðislánum, að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána, að lækka tekjuskatt og að afnema stimpilgjöld. Flokkurinn leggur jafnframt mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna sem forsendu efnahagsbata og vill gefa fólki val um að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hugsunin er sú að samspil margra þátta leysi skuldavanda heimilanna. Vandi heimilanna er misjafn og þess vegna þurfa lausnirnar að vera það líka. Ég vara fólk við að stökkva á gylliboð og galdralausnir án þess að fá skýringar eða svör við því hvernig fara eigi að hlutunum. Það er ekki nóg að ætla að setja málið í nefnd og svara eftir kosningar. Lærum af reynslunni og tökum skynsamar ákvarðanir varðandi framtíðina. Þannig, og eingöngu þannig, náum við að snúa blaðinu við og horfa fram á bjartari tíma.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun