Latte-listinn: Gegn óforskömmuðu kjördæmapoti Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. mars 2013 06:00 Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson fékk eina traustustu stuðningsyfirlýsingu stjórnmálaferils síns í síðustu viku þegar þingmaðurinn knái Árni Johnsen kallaði hann „borgarsveitalubba" og fullyrti að þar færi „einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur". Tilefnið var sú skoðun Gísla Marteins að flytja eigi Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni. Tólf ár eru síðan Reykvíkingar kusu flugvöllinn burt. Enn þekur þó grámóskan mýrina meðan rellurnar sveima yfir húsþökum miðborgarinnar svo hriktir í kofaskriflum þar sem við latte-lepjandi „lubbarnir" sitjum og sötrum lífrænt ræktaðan morgunsopann gegnum þykka mjólkurfroðu uns klukkan er langt gengin í hádegi. Ítök sem þingmenn landsbyggðarinnar hafa á hinum ýmsu sviðum stjórnmálanna, í flugvallarmálinu sem fleirum, eru mikil og hlutfallslega meiri en þingmanna Reykjavíkursvæðisins miðað við atkvæðavægi íbúanna. Það skýtur því skökku við að fram er komið nýtt stjórnmálaafl sem kallar sig Landsbyggðarflokkinn. Á heimasíðu flokksins segir: „Svo virðist sem gömlu og nýju flokkarnir ætli málefnum landsbyggðarinnar ekki mikið pláss – ef þá nokkuð, og samkvæmt hefðinni koma þau alltaf síðust." Af öllum þeim glæfralegu loforðum og firrtu fullyrðingum sem vella upp úr stjórnmálamönnum í kosningabaráttu hlýtur ofangreind yfirlýsing að komast á topp tíu listann. Því ef fréttir undanfarinna vikna hafa kennt okkur eitthvað þá er það hvernig óheftur sleikjuskapur þingmanna við landsbyggðina – óheflað kjördæmapot þeirra sem berjast með kjafti og klóm fyrir bitlingum heim í hérað í skiptum fyrir áframhaldandi þingsetu – hefur leitt hörmungar yfir náttúru landsins, heimili og fyrirtæki.Dýrasta daður sögunnar Niðurstaða dýrasta daðurs stjórnmálamanna við landsbyggðina í sögu landsins liggur nú fyrir. Kárahnjúkavirkjun var komið á koppinn svo framleiða mætti orku fyrir álver sem greiðir fyrir hana svo lágt verð að upphæðin var um langt skeið leyndarmál og, eins og fram kom í fréttum síðustu viku, greiðir nánast engan tekjuskatt hér á landi. Fyrir þetta fengu landsmenn að borga með þenslu og himinháu vaxtastigi sem gerði heimilum og fyrirtækjum erfitt um vik um árabil og – eins og frægt er orðið – dauða Lagarfljóts. Helsti ávinningur af Kárahnjúkavirkjun, stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, virðist því sá að í dag eru íbúar Reyðarfjarðar 544 fleiri en árið 2002 þegar smíðin á virkjuninni hófst. Úps. Við hefðum betur hlustað á Andra Snæ og Draumalandið hans. En við gerum það bara næst. Eða hvað?2,6 milljarða kosningavíxill Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um stóriðju á Bakka við Húsavík væri einn stærsti kosningavíxill sem nokkru sinni hefði verið gefinn út. Frumvarpið, sem kveður á um að 2,6 milljarðar verði veittir í vegaframkvæmdir, jarðgöng og hafnarbætur við Húsavík til að þýska fyrirtækið PCC megi reisa kísilmálmverksmiðju í nágrenninu, liggur nú fyrir Alþingi. En hver er ávinningurinn? Í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu segir að áætlaðar tekjur kísilmálmverksmiðjunnar muni „tæpast einar og sér standa undir kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu innviða". Með öðrum orðum: Framkvæmdin svarar ekki kostnaði. Jafnframt kemur þar fram að hún hafi „þensluáhrif í för með sér sem hækkar lítillega vaxtastigið með smávægilegum neikvæðum áhrifum á almenna atvinnuvegafjárfestingu". Þar að auki er lagt til í nefndaráliti sem fylgir frumvarpinu að kísilmálmverksmiðjan njóti sérstakrar undanþágu frá því að greiða þá skatta og opinberu gjöld sem öðrum fyrirtækjum landsins ber að standa skil á. Hljómar kunnuglega, ekki satt?Kjúklingur og franskar Erfitt er að sjá að kísilmálmverksmiðja á Bakka hafi marga aðra kosti í för með sér en að skapa 399 störf á Húsavík og nágrenni sem vill svo til að er einmitt í Norðausturkjördæmi, kjördæmi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Svo fullur af kosningamóð er hins vegar atvinnuvegaráðherrann að honum nægir ekki aðeins að fólk og fyrirtæki greiði fyrir kjördæmapot hans með hærra vaxtastigi, afleiðingu stóriðjustefnu sem maður hefði haldið að bryti gróflega í bága við „græna" hlutann í nafni flokks hans. Á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku benti Margrét Kristmannsdóttir, formaður samtakanna, á þann sparnað sem innflutningur á landbúnaðarvörum gæti haft í för með sér fyrir heimili landsins. „Fjögurra manna fjölskylda sem vildi fá sér kjúklingabringur í kvöldmat ásamt frönskum kartöflum þarf í dag að greiða tæpar 1.900 krónur en myndi greiða um ellefu hundruð krónur ef versluninni stæði til boða að flytja þetta inn án ofurálagna," sagði Margrét. En nei. Landbúnaðarkerfið, skjaldborg um hagsmuni nokkurra atvinnurekenda á landsbyggðinni, ber að vernda. Sér í lagi rétt fyrir kosningar. Steingrímur J. Sigfússon lýsti yfir á sama fundi að hann setti sig alfarið upp á móti frekari innflutningi á landbúnaðarvörum.Reykjavíkurflugvöllur og Mývatn Hvort þörf sé á að einhver taki sig til og stofni stjórnmálaflokkinn Latte-listann til höfuðs Landsbyggðarflokknum skal ósagt látið. En ljóst er að taka þarf fyrir óforskammað kjördæmapot þingmanna landsbyggðarinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason lýsir yfir áhyggjum á heimasíðu sinni af afdrifum Mývatns verði kísilmálmverksmiðja á Bakka að veruleika. Andri Snær var einn háværasti andstæðingur Kárahnjúkavirkjunar. Við hunsuðum aðvaranir hans og annarra. Það væri landi og þjóð til ævarandi skammar að endurtaka mistökin. Auðvitað mega stjórnmálamenn berjast fyrir því að halda fjölbreytilegri byggð í landinu með sértækum aðgerðum. En fórnarkostnaðurinn má ekki vera svo geigvænlegur að hann sligi náttúruna, fólkið og fyrirtækin. Ef landsbyggðarfólk getur gert kröfu um að fá að lenda á flugvelli í hjarta Reykjavíkur þegar það kemur í bæinn hljótum við „borgarsveitalubbarnir" að geta gert kröfu um að Mývatn verði enn á sínum stað næst þegar við sækjum Steingrím J. Sigfússon heim í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson fékk eina traustustu stuðningsyfirlýsingu stjórnmálaferils síns í síðustu viku þegar þingmaðurinn knái Árni Johnsen kallaði hann „borgarsveitalubba" og fullyrti að þar færi „einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur". Tilefnið var sú skoðun Gísla Marteins að flytja eigi Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni. Tólf ár eru síðan Reykvíkingar kusu flugvöllinn burt. Enn þekur þó grámóskan mýrina meðan rellurnar sveima yfir húsþökum miðborgarinnar svo hriktir í kofaskriflum þar sem við latte-lepjandi „lubbarnir" sitjum og sötrum lífrænt ræktaðan morgunsopann gegnum þykka mjólkurfroðu uns klukkan er langt gengin í hádegi. Ítök sem þingmenn landsbyggðarinnar hafa á hinum ýmsu sviðum stjórnmálanna, í flugvallarmálinu sem fleirum, eru mikil og hlutfallslega meiri en þingmanna Reykjavíkursvæðisins miðað við atkvæðavægi íbúanna. Það skýtur því skökku við að fram er komið nýtt stjórnmálaafl sem kallar sig Landsbyggðarflokkinn. Á heimasíðu flokksins segir: „Svo virðist sem gömlu og nýju flokkarnir ætli málefnum landsbyggðarinnar ekki mikið pláss – ef þá nokkuð, og samkvæmt hefðinni koma þau alltaf síðust." Af öllum þeim glæfralegu loforðum og firrtu fullyrðingum sem vella upp úr stjórnmálamönnum í kosningabaráttu hlýtur ofangreind yfirlýsing að komast á topp tíu listann. Því ef fréttir undanfarinna vikna hafa kennt okkur eitthvað þá er það hvernig óheftur sleikjuskapur þingmanna við landsbyggðina – óheflað kjördæmapot þeirra sem berjast með kjafti og klóm fyrir bitlingum heim í hérað í skiptum fyrir áframhaldandi þingsetu – hefur leitt hörmungar yfir náttúru landsins, heimili og fyrirtæki.Dýrasta daður sögunnar Niðurstaða dýrasta daðurs stjórnmálamanna við landsbyggðina í sögu landsins liggur nú fyrir. Kárahnjúkavirkjun var komið á koppinn svo framleiða mætti orku fyrir álver sem greiðir fyrir hana svo lágt verð að upphæðin var um langt skeið leyndarmál og, eins og fram kom í fréttum síðustu viku, greiðir nánast engan tekjuskatt hér á landi. Fyrir þetta fengu landsmenn að borga með þenslu og himinháu vaxtastigi sem gerði heimilum og fyrirtækjum erfitt um vik um árabil og – eins og frægt er orðið – dauða Lagarfljóts. Helsti ávinningur af Kárahnjúkavirkjun, stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, virðist því sá að í dag eru íbúar Reyðarfjarðar 544 fleiri en árið 2002 þegar smíðin á virkjuninni hófst. Úps. Við hefðum betur hlustað á Andra Snæ og Draumalandið hans. En við gerum það bara næst. Eða hvað?2,6 milljarða kosningavíxill Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að frumvarp Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um stóriðju á Bakka við Húsavík væri einn stærsti kosningavíxill sem nokkru sinni hefði verið gefinn út. Frumvarpið, sem kveður á um að 2,6 milljarðar verði veittir í vegaframkvæmdir, jarðgöng og hafnarbætur við Húsavík til að þýska fyrirtækið PCC megi reisa kísilmálmverksmiðju í nágrenninu, liggur nú fyrir Alþingi. En hver er ávinningurinn? Í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu segir að áætlaðar tekjur kísilmálmverksmiðjunnar muni „tæpast einar og sér standa undir kostnaði við nauðsynlega uppbyggingu innviða". Með öðrum orðum: Framkvæmdin svarar ekki kostnaði. Jafnframt kemur þar fram að hún hafi „þensluáhrif í för með sér sem hækkar lítillega vaxtastigið með smávægilegum neikvæðum áhrifum á almenna atvinnuvegafjárfestingu". Þar að auki er lagt til í nefndaráliti sem fylgir frumvarpinu að kísilmálmverksmiðjan njóti sérstakrar undanþágu frá því að greiða þá skatta og opinberu gjöld sem öðrum fyrirtækjum landsins ber að standa skil á. Hljómar kunnuglega, ekki satt?Kjúklingur og franskar Erfitt er að sjá að kísilmálmverksmiðja á Bakka hafi marga aðra kosti í för með sér en að skapa 399 störf á Húsavík og nágrenni sem vill svo til að er einmitt í Norðausturkjördæmi, kjördæmi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Svo fullur af kosningamóð er hins vegar atvinnuvegaráðherrann að honum nægir ekki aðeins að fólk og fyrirtæki greiði fyrir kjördæmapot hans með hærra vaxtastigi, afleiðingu stóriðjustefnu sem maður hefði haldið að bryti gróflega í bága við „græna" hlutann í nafni flokks hans. Á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í síðustu viku benti Margrét Kristmannsdóttir, formaður samtakanna, á þann sparnað sem innflutningur á landbúnaðarvörum gæti haft í för með sér fyrir heimili landsins. „Fjögurra manna fjölskylda sem vildi fá sér kjúklingabringur í kvöldmat ásamt frönskum kartöflum þarf í dag að greiða tæpar 1.900 krónur en myndi greiða um ellefu hundruð krónur ef versluninni stæði til boða að flytja þetta inn án ofurálagna," sagði Margrét. En nei. Landbúnaðarkerfið, skjaldborg um hagsmuni nokkurra atvinnurekenda á landsbyggðinni, ber að vernda. Sér í lagi rétt fyrir kosningar. Steingrímur J. Sigfússon lýsti yfir á sama fundi að hann setti sig alfarið upp á móti frekari innflutningi á landbúnaðarvörum.Reykjavíkurflugvöllur og Mývatn Hvort þörf sé á að einhver taki sig til og stofni stjórnmálaflokkinn Latte-listann til höfuðs Landsbyggðarflokknum skal ósagt látið. En ljóst er að taka þarf fyrir óforskammað kjördæmapot þingmanna landsbyggðarinnar. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason lýsir yfir áhyggjum á heimasíðu sinni af afdrifum Mývatns verði kísilmálmverksmiðja á Bakka að veruleika. Andri Snær var einn háværasti andstæðingur Kárahnjúkavirkjunar. Við hunsuðum aðvaranir hans og annarra. Það væri landi og þjóð til ævarandi skammar að endurtaka mistökin. Auðvitað mega stjórnmálamenn berjast fyrir því að halda fjölbreytilegri byggð í landinu með sértækum aðgerðum. En fórnarkostnaðurinn má ekki vera svo geigvænlegur að hann sligi náttúruna, fólkið og fyrirtækin. Ef landsbyggðarfólk getur gert kröfu um að fá að lenda á flugvelli í hjarta Reykjavíkur þegar það kemur í bæinn hljótum við „borgarsveitalubbarnir" að geta gert kröfu um að Mývatn verði enn á sínum stað næst þegar við sækjum Steingrím J. Sigfússon heim í Norðausturkjördæmi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun