"Fjórflokkurinn“ er ekki til Þorvaldur Örn Árnason skrifar 24. apríl 2013 06:00 Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allt tal um „fjórflokk“ er á misskilningi byggt. Hugtakið fjórflokkur gefur í skyn að fjórir flokkar, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn, eigi svo margt sameiginlegt umfram aðra flokka að hægt sé að tala um þá sem einn flokk. Stöku sinnum verða þessir fjórir flokkar sammála um eitthvað, en það eru undantekningar. Vilmundur Gylfason fann upp á því að spyrða andstæðinga sína saman með hugtakinu „Fjórflokkur“. Það var árið 1982 þegar hann klauf sig út úr Alþýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og þurfti að réttlæta þá aðgerð. Allar götur síðan étur hver þetta upp eftir öðrum, hugsunarlaust. Hafi Fjórflokkurinn, sem Vilmundur talaði um, einhvern tíma verið til þá er hann það ekki til lengur. Hann riðlaðist rúmum áratug síðar. Samfylkingin varð til við sameiningu Alþýðuflokks, Þjóðvaka, Kvennalista og Alþýðubandalags laust fyrir aldamótin 2000 og þar með varð „fjórflokkurinn“ þríflokkur. Um svipað leyti varð VG til sem nýr flokkur, aðallega myndaður úr tveimur straumum: Annars vegar róttækum Alþýðubandalagsmönnum sem sögðu sig úr Alþýðubandalaginu, m.a. þrír alþingismenn. Þeir töldu sig ekki eiga heima með krötunum og gátu ekki unað þjónkun þeirra við Bandaríkjaher og NATO og daður við Evrópubandalagið. Hinn straumurinn var óflokksbundið fólk, fyrst og fremst umhverfisverndarsinnar, sem höfðu fram að því skort pólitískan vettvang, (ég var í þeim stóra hópi og gekk aldrei í Alþýðubandalagið) og einnig feministum. Það tók nokkur ár að samlaga þessa tvo strauma innan hreyfingarinnar. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var þannig alveg ný blanda og býsna ólík himum þremur flokkunum. Hún var nýsköpun í íslenskri pólitík. Vinstri græn skáru sig mjög úr öðrum á þingi (enda sögð á móti öllu), allar götu þar til flokkurinn samdi við Samfylkinguna um að mynda ríkisstjórn 2008. Því má bæta við að eignir Alþýðubandalagsins gengu (eðlilega) til Samfylkingarinnar, m.a. húseignir víða um land. VG var í byrjun blásnauður flokkur af veraldlegum eigum og á enn í dag miklu minni eignir en hinir þrír flokkarnir. Eitt nýmæli Vinstri grænna var að hafa bókhaldið opið, alveg frá byrjun, og beita sér síðar fyrir löggjöf sem skyldaði aðra flokka til að opna bókhaldið og takmarka einstaka styrki. Við áðurnefnda sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags varð “Fjórflokkur” Vilmundar að þríflokki og hefur verið svo síðan. Í stað „Þríflokks“ er hægt að tala um „Hrunflokkana þrjá“. Þesir þrír flokkar lögðu allir sinn skerf að hruninu mikla með einkavæðingu, veikingu eftirlits (m.a. leyfa veðsetningu alfaheimilda) og taumlausri frjálshyggju. Lengi vel naut Sjálfstæðisflokkurinn aðstoðar Framsóknarflokksins við hrunsmíðina, en 2007 tók Samfylkingin við af Framsókn og fullkomnaði verkið með Sjálfstæðisflokknum. Vinstri græn börðust allan tíman kröftuglega á móti öllu því sem leiddi til hrunsins, voru rödd hrópandans í eyðimörkinni. Fjórflokkur er bara vinsæl merkingarlaus tugga. Bara froða. Leitt að margir mætir menn skuli í hugsunarleysi taka það sér í munn og láta það renna úr sínum penna. Nú er mál að láta af þeim ósið.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun