Heitir rassar og hárlaus höfuð Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. maí 2013 06:00 Eftirfarandi viðbrögð hefur skemmtikraftur líklega aldrei þurft að heyra eftir að viðskiptavinur spyr hann hvað hann rukki fyrir vinnu sína: „Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt fyrir okkur, við erum aðeins nokkrir aumingjans frímúrarar að halda árshátíð og okkur vantar bara einhvern til að segja örfáa brandara milli kuflatískusýningarinnar og kynningarinnar á nýja leynilega handabandinu okkar.“ Eða: „Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt fyrir okkur, við erum bara nokkrar húsmæður úr Vesturbænum að halda Tupperware-partí; nokkrir brandarar geta varla kostað jafnmikið og plastbox með loftþéttu loki.“ Svo virðist hins vegar sem sumum þyki það boðleg krafa að skemmtikraftar og listamenn svo gott sem gefi vinnu sína þegar kemur að einum þjóðfélagshóp. Skemmtikrafturinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sagði frá því í þættinum Grínistar hringborðsins á Rás 2 fyrir nokkrum vikum að hann væri yfirleitt til í að skemmta hverjum sem er hvar sem er fyrir utan það að hann forðaðist barnaafmæli „eins og heitan eldinn“. Hann furðaði sig á því að þegar kæmi að slíkum samkomum virtist viðkvæði foreldranna yfirleitt eitthvað í þessa veru: „Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt – þetta er bara fyrir börnin.“ „Designer“ bollakökur og heimalagaður hummus Mér varð hugsað til frásagnar Sveppa þegar ég hætti mér um helgina inn í barnavöruverslun. Ég hafði upphaflega talið að viðhorf foreldranna sem fannst skemmtikrafturinn vel geta haft ofan af fyrir litla Jóni eða litlu Gunnu fyrir klink stafaði af nísku. En þegar afgreiðslumaður tók að ota að mér barnakerru sem kostaði meira en bíllinn minn rann upp fyrir mér ljós. Það er ótrúlegt hverju bíræfnir sölumenn geta prangað inn á foreldra. Með því að spila á óöryggi þeirra eins og fjórhentir píanóleikarar með tíu putta á hverri tekst þeim að telja skynsamasta fólki trú um að ekkert barn muni vaxa farsællega úr grasi og eiga velgengni að fagna í lífinu án þess að því sé skeint með tauþurrkum hituðum í þar til gerðum tuskuhitara, það sé baðað upp úr vatni sem mælt er með sérstökum baðhitamæli og hárlaust höfuðið sé greitt daglega með bursta úr geitahárum. Að markaður sé fyrir vörur sem þessar sýnir að foreldrar eru svo sannarlega ekki nískir þegar kemur að litlu prinsunum, prinsessunum, gullmolunum eða augasteinunum. En ef það er ekki níska sem veldur því að foreldrum finnst að Sveppi geti vel sagt brandara fyrir slikk innan um „designer“ bollakökur, glútenlausar súkkulaðitertur og heimalagaðan hummus í Georg Jensen skálum, hvað er það þá?Pixlaður Súper Maríó Árið 2009 birtist í Morgunblaðinu viðtal við Þorgrím Þráinsson, einn helsta barna- og unglingabókahöfund landsins. Þar greindi Þorgrímur frá því að á þeim 20 árum sem hann hafði sótt um starfslaun listamanna í launasjóð rithöfunda hefði hann 19 sinnum fengið neitun. Ég leyfi mér að fullyrða að síðan þá hafi aðeins nei-unum fjölgað. Þarna liggur hundurinn grafinn. Ástæða þess að fólki finnst Sveppi geta skemmt börnunum fyrir mun lægra verð en þeim fullorðnu er sú landlæga trú að þegar kemur að barna- og unglingamenningu þurfi ekkert að vera að vanda of mikið til verksins; það megi bara kasta í krakkana einhverju hálfbökuðu fóðri og þeir láti sér það vel líka. Hvers vegna ætti Sveppi að rukka fullt verð þegar hann þarf ekki að vanda sig jafnmikið og ef áhorfendur hans væru fullorðið fólk með fágaðan smekk? Hvers vegna að sóa listamannalaunum í Þorgrím Þráinsson þegar það er einfaldlega hægt að henda í krakkana einhverri af gömlu bókunum hans? Fyrir mánuði var Dagur bókarinnar haldinn hátíðlegur. Í tilefni hans var gefinn út bæklingurinn Lestur er lykill sem fjallar um mikilvægi lestrar fyrir þroska og framtíð barna. Að gefa út bækling er fínt mál. Til að börn og unglingar nenni að lesa þarf hins vegar að gefa út bækur. Nýjar bækur, vandaðar bækur, ögrandi bækur, skemmtilegar bækur. Hvaða foreldri myndi kaupa handa lífrænt öldum augasteininum sínum leikjatölvuna Nintendo ES frá árinu 1985 þar sem aðeins er hægt að spila pixlaðan Súper Maríó Bros?Allir heimsins bæklingar „Besta leiðin til að vekja athygli á bókum er með verðlaunum,“ sagði Dan Franklin, útgáfustjóri bresku bókaútgáfunnar Jonathan Cape sem gefur út höfunda á borð við Ian McEwan og Julian Barnes, í tilefni þess að í Bretlandi var verið að koma á fót nýjum bókmenntaverðlaunum sem kallast Folio-verðlaunin. „Bók getur fengið góða dóma en ekki selst í mörgum eintökum. Að vinna til verðlauna er hins vegar eins og að klífa upp hæsta stigann í Snákaspilinu.“ Ef sú lotning sem barna- og unglingabókmenntum er sýnd á tyllidögum á borð við Dag bókarinnar ætti sér einhverja stoð í raunveruleika hinna þrjú hundruð sextíu og fjögurra daga ársins væri löngu farið að veita Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka. Að verðlauna barnabækur með slíkum hætti myndi auka veg bókmenntagreinarinnar – og áhuga á henni – meira en allir heimsins bæklingar. Ég vil því beina eftirfarandi spurningu til Félags íslenskra bókaútgefenda sem stendur að verðlaununum: Er nokkuð því til fyrirstöðu að flokki barna- og unglingabókmennta verði bætt við Íslensku bókmenntaverðlaunin strax í ár? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi viðbrögð hefur skemmtikraftur líklega aldrei þurft að heyra eftir að viðskiptavinur spyr hann hvað hann rukki fyrir vinnu sína: „Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt fyrir okkur, við erum aðeins nokkrir aumingjans frímúrarar að halda árshátíð og okkur vantar bara einhvern til að segja örfáa brandara milli kuflatískusýningarinnar og kynningarinnar á nýja leynilega handabandinu okkar.“ Eða: „Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt fyrir okkur, við erum bara nokkrar húsmæður úr Vesturbænum að halda Tupperware-partí; nokkrir brandarar geta varla kostað jafnmikið og plastbox með loftþéttu loki.“ Svo virðist hins vegar sem sumum þyki það boðleg krafa að skemmtikraftar og listamenn svo gott sem gefi vinnu sína þegar kemur að einum þjóðfélagshóp. Skemmtikrafturinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sagði frá því í þættinum Grínistar hringborðsins á Rás 2 fyrir nokkrum vikum að hann væri yfirleitt til í að skemmta hverjum sem er hvar sem er fyrir utan það að hann forðaðist barnaafmæli „eins og heitan eldinn“. Hann furðaði sig á því að þegar kæmi að slíkum samkomum virtist viðkvæði foreldranna yfirleitt eitthvað í þessa veru: „Hva, þú getur nú gert þetta ódýrt – þetta er bara fyrir börnin.“ „Designer“ bollakökur og heimalagaður hummus Mér varð hugsað til frásagnar Sveppa þegar ég hætti mér um helgina inn í barnavöruverslun. Ég hafði upphaflega talið að viðhorf foreldranna sem fannst skemmtikrafturinn vel geta haft ofan af fyrir litla Jóni eða litlu Gunnu fyrir klink stafaði af nísku. En þegar afgreiðslumaður tók að ota að mér barnakerru sem kostaði meira en bíllinn minn rann upp fyrir mér ljós. Það er ótrúlegt hverju bíræfnir sölumenn geta prangað inn á foreldra. Með því að spila á óöryggi þeirra eins og fjórhentir píanóleikarar með tíu putta á hverri tekst þeim að telja skynsamasta fólki trú um að ekkert barn muni vaxa farsællega úr grasi og eiga velgengni að fagna í lífinu án þess að því sé skeint með tauþurrkum hituðum í þar til gerðum tuskuhitara, það sé baðað upp úr vatni sem mælt er með sérstökum baðhitamæli og hárlaust höfuðið sé greitt daglega með bursta úr geitahárum. Að markaður sé fyrir vörur sem þessar sýnir að foreldrar eru svo sannarlega ekki nískir þegar kemur að litlu prinsunum, prinsessunum, gullmolunum eða augasteinunum. En ef það er ekki níska sem veldur því að foreldrum finnst að Sveppi geti vel sagt brandara fyrir slikk innan um „designer“ bollakökur, glútenlausar súkkulaðitertur og heimalagaðan hummus í Georg Jensen skálum, hvað er það þá?Pixlaður Súper Maríó Árið 2009 birtist í Morgunblaðinu viðtal við Þorgrím Þráinsson, einn helsta barna- og unglingabókahöfund landsins. Þar greindi Þorgrímur frá því að á þeim 20 árum sem hann hafði sótt um starfslaun listamanna í launasjóð rithöfunda hefði hann 19 sinnum fengið neitun. Ég leyfi mér að fullyrða að síðan þá hafi aðeins nei-unum fjölgað. Þarna liggur hundurinn grafinn. Ástæða þess að fólki finnst Sveppi geta skemmt börnunum fyrir mun lægra verð en þeim fullorðnu er sú landlæga trú að þegar kemur að barna- og unglingamenningu þurfi ekkert að vera að vanda of mikið til verksins; það megi bara kasta í krakkana einhverju hálfbökuðu fóðri og þeir láti sér það vel líka. Hvers vegna ætti Sveppi að rukka fullt verð þegar hann þarf ekki að vanda sig jafnmikið og ef áhorfendur hans væru fullorðið fólk með fágaðan smekk? Hvers vegna að sóa listamannalaunum í Þorgrím Þráinsson þegar það er einfaldlega hægt að henda í krakkana einhverri af gömlu bókunum hans? Fyrir mánuði var Dagur bókarinnar haldinn hátíðlegur. Í tilefni hans var gefinn út bæklingurinn Lestur er lykill sem fjallar um mikilvægi lestrar fyrir þroska og framtíð barna. Að gefa út bækling er fínt mál. Til að börn og unglingar nenni að lesa þarf hins vegar að gefa út bækur. Nýjar bækur, vandaðar bækur, ögrandi bækur, skemmtilegar bækur. Hvaða foreldri myndi kaupa handa lífrænt öldum augasteininum sínum leikjatölvuna Nintendo ES frá árinu 1985 þar sem aðeins er hægt að spila pixlaðan Súper Maríó Bros?Allir heimsins bæklingar „Besta leiðin til að vekja athygli á bókum er með verðlaunum,“ sagði Dan Franklin, útgáfustjóri bresku bókaútgáfunnar Jonathan Cape sem gefur út höfunda á borð við Ian McEwan og Julian Barnes, í tilefni þess að í Bretlandi var verið að koma á fót nýjum bókmenntaverðlaunum sem kallast Folio-verðlaunin. „Bók getur fengið góða dóma en ekki selst í mörgum eintökum. Að vinna til verðlauna er hins vegar eins og að klífa upp hæsta stigann í Snákaspilinu.“ Ef sú lotning sem barna- og unglingabókmenntum er sýnd á tyllidögum á borð við Dag bókarinnar ætti sér einhverja stoð í raunveruleika hinna þrjú hundruð sextíu og fjögurra daga ársins væri löngu farið að veita Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka. Að verðlauna barnabækur með slíkum hætti myndi auka veg bókmenntagreinarinnar – og áhuga á henni – meira en allir heimsins bæklingar. Ég vil því beina eftirfarandi spurningu til Félags íslenskra bókaútgefenda sem stendur að verðlaununum: Er nokkuð því til fyrirstöðu að flokki barna- og unglingabókmennta verði bætt við Íslensku bókmenntaverðlaunin strax í ár?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun