Á Dortmund einhverja möguleika? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 07:00 Súrt og enn súrara. Bastian Schweinsteiger sést hér eftir tapið í úrslitaleiknum í fyrra og á hinni myndinni óskar hann Jose Mourinho, þjálfara Internazionale, til hamingju með sigurinn í úrslitaleiknum á Santiago Bernabéu 2010. Mynd/afp „22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
„22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira