Ný tækifæri til breytinga á stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 24. júlí 2013 07:00 Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun