Gleðilega hátíð! Sóley Tómasdóttir skrifar 6. ágúst 2013 12:00 Hinsegin dagar hefjast í dag. Hápunktur þeirra verður gleðigangan á laugardag. Þá fögnum við því að fólk er svona, hinsegin og þannig, allskonar, þessháttar, einstakt og meiriháttar. Þá fögnum við líka viðhorfsbreytingu í samfélaginu og sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transgender fólks. Breytingarnar áttu sér ekki stað í gamla daga og þær komu ekki af sjálfu sér. Þvert á móti hafa þær verið að eiga sér stað á undanförnum mánuðum, misserum, árum og áratugum. Heiðurinn af breytingunum á að fara óskiptur til þess hugrakka og sterka fólks sem gegnum tíðina hefur verið það sjálft, talað upphátt, staðið á sínu og hvert með öðru. Fólkið sem þoldi mótlæti og óþverraskap í daglegu lífi, bæði frá ókunnugum og nákomnum, fyrir það eitt að vera það sjálft. Fólkið sem upplýsti og sannfærði samfélagið um mikilvægi sjálfsagðra mannréttinda. Um leið og við Íslendingar megum vera stolt og glöð yfir okkar fjölbreytta samfélagi verðum við að halda áfram. Við verðum að vinna í þeim úreltu viðhorfum sem enn fyrirfinnast í menningunni okkar. Við verðum að brjóta upp staðalmyndir um hefðbundin kynhlutverk, um áhugamál stelpna og stráka, um útlit, kynhegðun og allt hitt sem við ýmist eigum eða eigum ekki að tileinka okkur til að falla í hópinn. Hinsegin dagar eiga að vera okkur hvatning til að breyta alla hina daga ársins. Reykjavíkurborg getur lagt enn ríkari áherslu á að efla sjálfstæði og gagnrýna hugsun hjá börnum og unglingum, hún getur lagt ríkari áherslu á jöfn tækifæri sem vinnuveitandi og hún getur tryggt fordómalausa og góða þjónustu við alla borgarbúa. Þannig á það að vera og sem borgarfulltrúi heiti ég að beita mér fyrir því. Í stað þess að eltast við úr sér gengnar staðalmyndir um hvítar gagnkynhneigðar vísitölufjölskyldur sem hámark hamingjunnar skulum við gleðjast yfir fjölbreytileikanum. Takmarkið hlýtur að vera hamingja, sátt og samlyndi, að fólk megi vera eins og það vill og með þeim sem það vill – að það virði og skilji þarfir og mörk hvers annars og njóti þess að vera til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar hefjast í dag. Hápunktur þeirra verður gleðigangan á laugardag. Þá fögnum við því að fólk er svona, hinsegin og þannig, allskonar, þessháttar, einstakt og meiriháttar. Þá fögnum við líka viðhorfsbreytingu í samfélaginu og sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transgender fólks. Breytingarnar áttu sér ekki stað í gamla daga og þær komu ekki af sjálfu sér. Þvert á móti hafa þær verið að eiga sér stað á undanförnum mánuðum, misserum, árum og áratugum. Heiðurinn af breytingunum á að fara óskiptur til þess hugrakka og sterka fólks sem gegnum tíðina hefur verið það sjálft, talað upphátt, staðið á sínu og hvert með öðru. Fólkið sem þoldi mótlæti og óþverraskap í daglegu lífi, bæði frá ókunnugum og nákomnum, fyrir það eitt að vera það sjálft. Fólkið sem upplýsti og sannfærði samfélagið um mikilvægi sjálfsagðra mannréttinda. Um leið og við Íslendingar megum vera stolt og glöð yfir okkar fjölbreytta samfélagi verðum við að halda áfram. Við verðum að vinna í þeim úreltu viðhorfum sem enn fyrirfinnast í menningunni okkar. Við verðum að brjóta upp staðalmyndir um hefðbundin kynhlutverk, um áhugamál stelpna og stráka, um útlit, kynhegðun og allt hitt sem við ýmist eigum eða eigum ekki að tileinka okkur til að falla í hópinn. Hinsegin dagar eiga að vera okkur hvatning til að breyta alla hina daga ársins. Reykjavíkurborg getur lagt enn ríkari áherslu á að efla sjálfstæði og gagnrýna hugsun hjá börnum og unglingum, hún getur lagt ríkari áherslu á jöfn tækifæri sem vinnuveitandi og hún getur tryggt fordómalausa og góða þjónustu við alla borgarbúa. Þannig á það að vera og sem borgarfulltrúi heiti ég að beita mér fyrir því. Í stað þess að eltast við úr sér gengnar staðalmyndir um hvítar gagnkynhneigðar vísitölufjölskyldur sem hámark hamingjunnar skulum við gleðjast yfir fjölbreytileikanum. Takmarkið hlýtur að vera hamingja, sátt og samlyndi, að fólk megi vera eins og það vill og með þeim sem það vill – að það virði og skilji þarfir og mörk hvers annars og njóti þess að vera til.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar