Mér krossbrá Elín Hirst skrifar 4. september 2013 00:01 Marta Andreasen, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, heimsótti Ísland nýlega. Marta varð víðfræg þegar hún var rekin úr toppstöðu sem fjármálastjóri framkvæmdastjórnar ESB fyrir nokkrum árum þegar hún neitaði að skrifa upp reikninga sambandsins. Henni blöskraði hvernig farið var með almannafé og þær aðferðir sem menn notuðu til að fegra myndina. Í því sambandi rifjaði hún upp að reikningar ESB hefðu ekki verið samþykktir síðastliðin 18 ár, því enginn endurskoðandi treysti sér til þess skrifa upp á þá. Mér hreinlega krossbrá þegar ég hlustaði á Evrópuþingmanninn ræða þessa hluti. Sjálf er ég á móti því að Ísland gangi í ESB en lýsingar Andreasen á sambandinu og vinnubrögðum þess við meðferð fjármuna skattgreiðenda eru með ólíkindum. Marta fullyrðir til að mynda að embættismannakerfið innan ESB sé gjörspillt og enginn viti í raun hvað verði um alla þá peninga sem um hendur þess fara. Eftir að Andreasen var rekin úr starfi sínu hjá framkvæmdastjórn ESB bauð hún sig fram til setu á Evrópuþinginu. Hún er eindregið þeirrar skoðunar að Bretar eigi að yfirgefa ESB, en það eru hins vegar mörg ljón á veginum. Marta segir auðvelt fyrir lönd eins og Ísland að fá inngöngu í ESB en erfitt og nær ómögulegt að yfirgefa sambandið. Íslendingar séu í raun afar heppnir að hafa aldrei villst inn í ESB. Í Bretlandi er allt regluverk sniðið eftir forskrift ESB og allir viðskipta- og milliríkjasamningar Breta tengjast ESB-aðildinni. Þá vinnu verði að fara í alveg upp á nýtt og muni taka Breta mörg ár, komi til þess að þeir hverfi úr sambandinu. Innan breska Íhaldsflokksins eru skiptar skoðanir um Bretland og ESB. David Cameron forsætisráðherra vill ekki yfirgefa sambandið, en vaxandi stuðningur er hins vegar innan flokksins við að segja bless við ESB, sem og meðal breskra kjósenda. Andreasen segir ríkisstjórn Íslands hafa gert hárrétt með því að hætta aðildarviðræðunum og hætta að þiggja styrki ESB í leiðinni. Hún varar Íslendinga hins vegar við að ESB muni reyna allt sem það getur til að fá Ísland inn í sambandið. ESB hafi yfir gríðarlegum fjármunum að ráða sem það muni nota óspart í áróðri sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Marta Andreasen, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, heimsótti Ísland nýlega. Marta varð víðfræg þegar hún var rekin úr toppstöðu sem fjármálastjóri framkvæmdastjórnar ESB fyrir nokkrum árum þegar hún neitaði að skrifa upp reikninga sambandsins. Henni blöskraði hvernig farið var með almannafé og þær aðferðir sem menn notuðu til að fegra myndina. Í því sambandi rifjaði hún upp að reikningar ESB hefðu ekki verið samþykktir síðastliðin 18 ár, því enginn endurskoðandi treysti sér til þess skrifa upp á þá. Mér hreinlega krossbrá þegar ég hlustaði á Evrópuþingmanninn ræða þessa hluti. Sjálf er ég á móti því að Ísland gangi í ESB en lýsingar Andreasen á sambandinu og vinnubrögðum þess við meðferð fjármuna skattgreiðenda eru með ólíkindum. Marta fullyrðir til að mynda að embættismannakerfið innan ESB sé gjörspillt og enginn viti í raun hvað verði um alla þá peninga sem um hendur þess fara. Eftir að Andreasen var rekin úr starfi sínu hjá framkvæmdastjórn ESB bauð hún sig fram til setu á Evrópuþinginu. Hún er eindregið þeirrar skoðunar að Bretar eigi að yfirgefa ESB, en það eru hins vegar mörg ljón á veginum. Marta segir auðvelt fyrir lönd eins og Ísland að fá inngöngu í ESB en erfitt og nær ómögulegt að yfirgefa sambandið. Íslendingar séu í raun afar heppnir að hafa aldrei villst inn í ESB. Í Bretlandi er allt regluverk sniðið eftir forskrift ESB og allir viðskipta- og milliríkjasamningar Breta tengjast ESB-aðildinni. Þá vinnu verði að fara í alveg upp á nýtt og muni taka Breta mörg ár, komi til þess að þeir hverfi úr sambandinu. Innan breska Íhaldsflokksins eru skiptar skoðanir um Bretland og ESB. David Cameron forsætisráðherra vill ekki yfirgefa sambandið, en vaxandi stuðningur er hins vegar innan flokksins við að segja bless við ESB, sem og meðal breskra kjósenda. Andreasen segir ríkisstjórn Íslands hafa gert hárrétt með því að hætta aðildarviðræðunum og hætta að þiggja styrki ESB í leiðinni. Hún varar Íslendinga hins vegar við að ESB muni reyna allt sem það getur til að fá Ísland inn í sambandið. ESB hafi yfir gríðarlegum fjármunum að ráða sem það muni nota óspart í áróðri sínum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar